Fyrsta stopp Naglans þegar maðurinn er alinn á Fróni er verslunin Kostur, hið ammeríska og öðruvísi gósenland á Dalveginum. Þar er veskan fyllt af mýgrút af skemmtilegheitum í heilsugúmmulaðisgerð.
Naglinn er eins og krakki á leiðinni í Tívolí í þessum sjoppingtúrum, fiðringur í maga og spenningur í hjarta.
Og hvað rataði í innkaupakörfuna í síðustu reisu í þessa útópíu?
Sykurlaust Hershey’s kakó
Amaranth möndlusmjör
Hnetusmjör
Pumpkin purée – dásamlegt í allskonar hollustubakstur, eggjahvítupönnsur og grautargleði
Allskonar dísykrað ammerískt morgunkorn í eftir æfingu máltíðina því sósjalískur danskurinn selur helst ekki vörur frá Vesturheimi, þá myndi óstöðugur ærast.
Cinnabon cereal – ogguponsu kanilsnúðar í morgunkorni. Litlir englar með hörpur birtast þetta er svo mikið gúrmeti
Reese’s Puffs – hnetusmjörs morgunkorn…. þarf að segja meira?
Trix og Lucky Charms – útí Scitec hvítt súkkulaði eða súkkulaði mokka prótínsjeik er svo mikill ööööönaður.
Cocoa Puffs (ðö ríl stöff… ekki evrópsku skeinipappírsglanskúlurnar)
Lundbergs Brown rice cous cous – gómsætt með kanil og vanilludufti, til dæmis með laxi eða kjúlla.
Bob’s Red Mill vörurnar þekja heilan vegg innandyra í Kosti og eru vel að plássinu komnar enda allskonar fyrir heilsu-aumingja í boði
Xanthan gum – nauðsynleg þykking í eggjahvítupönnsur, flöff, prótínsjeika
Guar gum
Sweet brown rice – delissjöss í rækju-stir fry
7 grain hot cereal – skemmtileg viðbót í grautargleðina
Þetta eru þurrvörurnar sem fá far í veskunni yfir grensuna til Danaveldis. Svo er karfan fyllt upp með allskyns ferskmeti til að maula meðan á dvöl stendur. Frosin kirsuber, brakandi ferskt grænmeti eins og maður á að venjast, framandi ávextir, möndlumjólk og ég veit ekki hvað og hvað…..
Impúlsív kaup á sælgæti og Betty Crocker verða ekki rædd hér.