Matreiðslunámskeið Röggu Nagla, Ísland 16-19. júní

Naglinn hélt þrjú frábær og skemmtileg matreiðslunámskeið á Íslandi dagana 16,-18. og 19. júní með dyggum stuðningi frá NOW á Íslandi og Fitness Sport Faxafeni. Hátt í áttatíu manns  tóku þátt í gleðinni yfir þessa þrjá daga og lærðu allskonar gúmmulaðisgerð og fóru vonandi með gott veganesti til að gera heilsulífið að dansi á rósablöðum. Leyfum […]

Read More…

Gúmmulaðigleði í Köben – Matreiðslunámskeið 14.-15. apríl 2014

Það var mikil gleði á matreiðslunámskeiði Röggu Nagla í Kaupmannahöfn 14. – 15. apríl síðastliðinn. Naglanum til mikillar gleði seldist upp á bæði kvöldin á örfáum klukkustundum, og komust færri að en vildu. Það er því rík ástæða til að skella í fleiri námskeið bæði fyrir gúmmulaðiglaða Hafnarbúa, sem og gúrmetisgrísi á Íslandinu.   Leyfum myndunum […]

Read More…

Júggi Vinstri – pistill í Kjarnanum

Þessi pistill frá Naglanum birtist í Kjarnanum fyrir skömmu. Júggi vinstri Hugsanavillur sem ber að varast svo þú haldir markmiðum þínum í líkamsræktinni á nýju ári. Venju samkvæmt í byrjun árs loga Fésbókin, Tístið og bloggheimar af yfirlýsingum um bót og betrun á sjálfi og skrokk. Út með rettur, minnka mjöð, missa mör, hlaupa hraðar, […]

Read More…

90% reglan

Ein af stærstu hindrunum í fitutapi er skortur á fylgni við mataræðið, að halda sig við planið. Þú verður að halda þig við planið ef þú vilt að það virki, ekki satt? Það var enginn að segja að það yrði auðvelt. Það eru augljósar fórnir. Það er ástæða fyrir því að ekki fleiri ganga um […]

Read More…

Beta Alanine

Fyrir æfingu gúllar Naglinn sinn eigin kokteil af pre-workout stöffi og í aðalhlutverki þar er Beta Alanine frá NOW Og hvad er det for noget? Beta whatta? Í líkamanum binst amínósýran Beta Alanine við amínósýruna Histidine og saman mynda þær carnosine. Carnosine finnst í miklu mæli í Týpu II vöðvaþráðum, sem notaðir eru við sprengikraft líkt […]

Read More…

Elixírinn sjálfur

U.þ.b 70% kroppsins er vatn (sumir vilja reyndar meina að hann sé 90% vatn) og það treður sér í nánast öll störf sem fara fram inni í skrokknum. Það er grátlegt að hugsa til þess að ansi margir sem byggja landið Ísa með eitt besta vatn á kúlunni gleymi þessum stórmikilvæga þætti í heilbrigði maskínunnar. […]

Read More…

Veldu þínar baráttur

Naglinn var einu sinni í yfirþyngd “Færið ykkur strákar, hún tekur alla gangstéttina þessi” “Slappaðu af í kexinu” “Þú þarft nú að endurskoða líkamsvöxtinn þinn.” “Svínka!”   Naglinn grennti sig “ Hún er örugglega með átröskun” “Þú ert orðin alltof horuð” “Mikið líturðu vel út.”   Naglinn byrjaði að hugsa um mataræðið “Ertu að borða […]

Read More…

Geislavirkur Nagli

Naglinn notar ekki naglalakk né hársprey, ber á sig kókosolíu eftir sturtu. Naglinn notar einungis sjampó, þvottaefni, sturtugel og svitalyktareyði án ilmefna, litarefna og parabena. Naglinn eldar nánast allan sinn mat frá grunni úr ferskum óunnum hráefnum (kjöt, grænmeti, gróft korn og ávexti). Naglinn drekkur aldrei áfengi, reykir ekki, tekur Omega-3, fjölvítamín, C-vítamín, D-vítamín á […]

Read More…

Svona rúllar Naglinn

Naglinn hefur áður talað um dásemdarmómentið sem Naglinn og lærisveinarnir eiga eftir harðkjarna járnrífingar. Þá fyllum við á birgðirnar með einföldum sykri úr öreindaunnum fabrikkuvörum til að hefja prótínmyndun og viðgerðarferlið. Sjá betur hér og hér Svona rúllar Naglinn eftir harðkjarna lyftingaæfingar. Mulið Oreo kex út í jarðarberjaflöff Diet kók súkkulaðikaka með horuðu kremi úr kakó […]

Read More…

Einhæfni og þurrelsi – fjandvinir heilsumelsins

Fjölbreytni í mataræði er tugga sem Naglinn þreytist ekki á að þruma yfir lýðnum. Ríkisstefna í mataræði með örfá óspennandi matvæli á kantinum er gulltryggð aðferð til að snara sér útaf beinu brautinni á Formúlu hraða. Að böðlast í gegnum bragðlausan kjúlla, skraufþurr grjón og einhæft brokkolí mun senda þig express í undirheima uppgjafarinnar og […]

Read More…