Rabbabara-jarðarberja Rúna

      Sumarið er tíminn… fyrir allskonar gúmmulaði. Það er ómetanlegt að upplifa gúrmetisbragðið og ferskleikann af því sem er í “sísoni” Rabbabaratíðin er í miklu uppáhaldi hérna megin. Og jarðarberjatíðin. Sérstaklega dönsku jarðarberin. Hér í Danaveldi eru búgarðar þar sem má koma og tína sjálfur af trjánum og bragðið af þeim berjum er […]

Read More…

Low-carb tælenskar vefjur

Þessar lágkolvetna vefjur eru algjört dúndur. Sérstaklega fyrir þá sem álíta grænmeti og salat sem sóun á kaloríum. Ekki einasta blekkja þær neytandann til að borða haug af græmmó og salati, heldur eru þær barmafullar af næringu, gómsætheitum (er það orð?) og þú steingleymir að hér sé ekki sveittmeti og sukk, heldur úsandi hollusta að […]

Read More…

Brauð, brauð, brauð

Á níunda áratugnum þegar Naglinn sleit barnsskónum tróndi brauð á toppi fæðupýramídans. Það var varla máltíð með mönnum nema að slæsa af hveiti væri annaðhvort í aðalhlutverki eða hvíldi slök á kantinum. Normalbrauð með osti í eldhúsinu hjá ömmu. Rúgbrauð með smjöri með mánudags ýsunni. Samsölubrauð með rækjusmurosti í nesti í leikskólann Brauð með osti […]

Read More…

PartýDívur – Allskonar gómsætar ídýfur

Það er ekkert partý nema með dýfur. Þessar dýfur eru svo gordjöss að þær eru meira dívur. Ef þær væru manneskjur myndu þær heimta appelsínur tíndar af börnum í Nepal baksviðs á tónleikum. Dívur eru algjört möst í forrétt með góðu brauði og niðurskornu grænmeti. Dívurnar geta svo fært sig yfir á matarborðið og dansað […]

Read More…

Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni. Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.   Það er til dæmis barnaleikur einn […]

Read More…

Stasi löggan

Vissir þú… þegar við fylgjum matarplani, megrunarkúr eða mataræðisstefnu sem fyrirskipar eins og á STASI lögga ríkistímaplani með örfáum ríkismatvælum þá tvíeflist sú stöð í heilanum sem tengir mat við verðlaun. Af því við skorthugsunin ryður sér til rúms. Þú ert að líða skort. Þú ert að missa af. Þú ert ekki með í partýinu. […]

Read More…

Bakað hafra-berja-banana-brjálæði

Þú þarft að kaupa þér sérhljóða eftir að borða þessa sykurlausu berjaböku. Enginn sykur. Ekkert hvítt hveiti. Bara unaður. Hollusta og hamingja. Gleði og gúrmeti. Tryllingsdansinn sem upphefst þegar heit berin og bananinn koma saman í haframjölskrönsi undir tönn er eins og unglingadrykkja á Þjóðhátíð. Og Ó svo einfalt og yndislega fljótlegt. Því hver nennir að […]

Read More…

Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt. En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En […]

Read More…

Næntís fyrirbærið ‘Nammidagur’

Nammidagur. Naglinn hélt að þetta fyrirbæri hefði dáið drottni sínum á níunda áratugnum ásamt Sódastrím og vídjóspólunni. En svo virðist að þessi dagur lifi enn góðu lífi. Þessi dagur þar sem kaloríur telja ekki. Þar sem allt er leyfilegt. Þessi dagur þegar Hagkaup breytist í lögmál frumskógarins. Smellur í plastlokum skellast aftur í taktföstum ryþma […]

Read More…

Gordjöss chili con carne með sítrónuhummus

Þetta chili con carne yljar þér um hjartaræturnar í vetrarhörkum og lægðabyljum. Það er líka leynigestur í gumsinu, ekki Herbert Guðmundsson, heldur kakó. Það gefur unaðslegt sætubragð og hleður í klámfengna matarupplifun sem lifir langt framyfir tíufréttir. Chili con carne 500g nautahakk (5-10%) 1 kraminn hvítlaukur 1 laukur 1 paprika 1 lítil dós tómatpúrra 2-3 […]

Read More…