Vissir þú… þegar við fylgjum matarplani, megrunarkúr eða mataræðisstefnu sem fyrirskipar eins og á STASI lögga ríkistímaplani með örfáum ríkismatvælum þá tvíeflist sú stöð í heilanum sem tengir mat við verðlaun.
Af því við skorthugsunin ryður sér til rúms. Þú ert að líða skort. Þú ert að missa af. Þú ert ekki með í partýinu.
Vargöld. Vígöld. Skálmöld
Þannig að við reynum að hugsa ekki um matinn sem við “megum ekki” borða þá erum við á sama tíma að berjast vargöld, vígöld, skálmöld við uppáþrengjandi hugsanir um allskonar mat. Aðallega sveittan og sósaðan. Sykursnúðar og súkkulaði.
Ef þú “mátt ekki” borða brauð á nýjasta matarplaninu þínu þá muntu hugsa um hvernig sjóðandi heit bóndabrauðsneið með þykku lagi af smjörva rennur ljúflega niður kokið.
Verðlaun og matur manstu….
FOKK ITT……
Svo við endum á að gefast upp. Springa á limminu.
Fokk itt maður…..
Föllum örend niður fyrir sveittum slæsum af Jóni Bakan.
Ómægooood… verðlaunin hríslast niður hryggjarsúluna í baðkari af bráðnum osti.
En síðan verðum við “södd með samviskubiti” því við stigum hænuskref útfrá ríkisplaninu.
Völdum matvæli sem var af hinu illa. Óvinur ríkisins.
Svo þá er bara að herða ólina á morgun, reima á sig korsilettuna og prófa næsta kúr, eða matarplan.
Og vítahringurinn snýst og snýst eins og lukkuhjólið á Enska Barnum.
Þegar við fylgjum lögum og reglu um hvaða snæðinga hunsum við eigin meðfæddu eiginleika til að velja næringarríka fæðu, borða eftir hungri, hætta þegar södd og velja mat sem bragðlaukanir okkar knúsa af fögnuði og lætur okkur líða vel.
Geislabaugsáhrifin
Að borða hollt og gott er ekki leið til að ná sér í geislabaug.
Það snýst ekki um að standa sig vel.
Að velja hollt og næringarríkt snýst um að líða vel.
Og allur sá tími, orka og viljastyrkur sem fer í útreikninga, pælingar, áhyggjur og kvíða fyrir hverja fóðrun
Hvað má ég borða. Hvenær má ég borða. Hversu mikið má ég borða.
Hversu mikið þarf ég að æfa til að mega borða.
Þessi orka nýtist miklu betur í að vera enn æðislegri en við erum.