Menntaskólamær sem breyttist í heilsumel – Naglinn þá og nú

    Naglinn var á 15 ára endurfundum menntskælinga lærða skólans um liðna helgi. Af því tilefni er hér samanburðarmynd af menntaskólamærinni og Naglanum sem braust út og hertók haus og skrokk. Lífsstílsvenjur menntaskólaáranna voru síst til eftirbreytni og samanstóðu máltíðirnar af majónesbaseruðum langlokum , sígó og kók í hádeginu. Á kvöldin voru rúntað um […]

Read More…

Nýtt stöff í Naglahöllinni

  Naglinn er afskaplega hagsýn húsmóðir sem kreistir tannkremstúpur í öreindir og klippir þær síðan í sundur til að ná síðustu dreggjunum. Kaupir aldrei plastpoka því það er bruðl, nýtir alla matarafganga því sóun matvæla er á pari við landráð og bætir vatni í sápubrúsann þegar hann er við að tæmast til að drýgja líftímann. […]

Read More…

Lágkolvetna súkkulaðikaka – sjúkleg mjúkheit

  Þessi lágkolvetna súkkulaðikaka gott fólk. Ó svo mjúk, ó svo horuð, ó svo einföld, ó svo fljótleg… hvað er hægt að biðja um meira í þessu lífi? Frábær í kvöldsnæðing. Ekki fitja uppá nefið og afskrifa baunaprótín sem einhvern horbjóð. Þetta prótínduft er ekki gúrmeti í sjeik, en algjör dásemd í prótínbakstur því það […]

Read More…

Aftenging – þú ert alveg nóg

Naglinn: – er með háræðaslit í kinnum og á nefi og án farða lítur út eins og Gísli Súrsson- er með húðslit á mjöðmum, lærum, brjóstum þrátt fyrir að hafa aldrei gengið með börn – útskrifaðist úr menntaskóla með 5.0 í meðaleinkunn og tvær falleinkunnir– langar í hamborgara og franskar alla daga ársins – er […]

Read More…

Tíramísú kaffibollakaka

Ef Naglinn ætti tímavél væri ferðinni heitið aftur og aftur í þennan unaðslega morgunmat. Tíramísu kaffibollakaka var það heillin og þátíðarátskvíðinn hríslast nú um holdið með tilheyrandi söknuði og sorg. Ef þín hugmynd um haframjöl er bragðlaus, grár og gugginn grautur ertu fangi eigin ímyndunarafls. Tíramísú kaffibollakaka: 40g malað haframjöl 1 msk NOW möndluhveiti 1 […]

Read More…

Númerísk hengingaról

Sjálfshjálparbækur, átaksnámskeið, skyndikúrar og mataræðisstefnur spretta upp eins og gorkúlur í hverri viku en flestar eiga þær sameiginlegt að setja snöru utan um hálsinn á þér í formi númerískra viðmiða.   Viltu missa 10 kg fyrir sumarið? Brenndu 1000 kaloríum á nýja æfingakerfinu frá Hollívúdd. Búðu til splunkunýja hegðun á aðeins örfáum dögum Misstu 1 […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla, Ísland 16-19. júní

Naglinn hélt þrjú frábær og skemmtileg matreiðslunámskeið á Íslandi dagana 16,-18. og 19. júní með dyggum stuðningi frá NOW á Íslandi og Fitness Sport Faxafeni. Hátt í áttatíu manns  tóku þátt í gleðinni yfir þessa þrjá daga og lærðu allskonar gúmmulaðisgerð og fóru vonandi með gott veganesti til að gera heilsulífið að dansi á rósablöðum. Leyfum […]

Read More…

Raunhæfar væntingar

Þeir sem æfa og eru annað hvort í fitutapi eða í uppbyggingu, eru oft ekki með væntingar í takt við raunveruleikann. Margir leggja upp með að þeir munu missa heilu bílfarmana af mör eins og í Biggest Loser þáttunum. Eða að þeir munu byggja upp slíkt magn af gæðakjöti að sjálf Eikin myndi skammast sín. Margar konur […]

Read More…

Gúmmulaðigleði í Köben – Matreiðslunámskeið 14.-15. apríl 2014

Það var mikil gleði á matreiðslunámskeiði Röggu Nagla í Kaupmannahöfn 14. – 15. apríl síðastliðinn. Naglanum til mikillar gleði seldist upp á bæði kvöldin á örfáum klukkustundum, og komust færri að en vildu. Það er því rík ástæða til að skella í fleiri námskeið bæði fyrir gúmmulaðiglaða Hafnarbúa, sem og gúrmetisgrísi á Íslandinu.   Leyfum myndunum […]

Read More…

Nei eða já. Af eða á.

 Þessi pistill birtist í eðalritinu Kjarnanum fyrir skömmu.   Eldhúsið er eins og blóðugur vígvöllur. Kökubakkinn sem áður skartaði leifum úr matarboði helgarinnar stendur nú allsnakinn og strípaður. Þú háðir hetjulega baráttu við hugsanirnar, en líkt og Gunnar Nelson stóð sykurpúkinn uppi ósigraður, á meðan allar góðar ætlanir um að valhoppa á beinu brautina sleikja nú sárin. […]

Read More…