Góðgerlar

  Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. góðar bakteríur hjálpa okkur halda heilsunni í blússandi […]

Read More…

Ertu sósaður í súkralósa?

      Flest okkar myndum gjarnan vilja borða dísæta súkkulaðiköku með þeyttum rjóma án þess að þær kaloríur þrengi brók og belti. Af þeim sökum eigum við mörg í flóknu ástar-haturs sambandi við sætuefni. Þessi mólekúl sem slá á pervertískar langanir í sætabrauð sem herja á okkur þegar litli vísir nálgast fjögur á klukkunni […]

Read More…

Löðrandi gómsætt brokkolíbeikonsalat

Aumingja brokkolí hefur stundum fengið ómaklega útreið og margir sem fitja uppá nefið og fussa og sveia þegar litlu grænu jólatrén koma á matarborðið.   En það mun breytast núna….   Þessi uppskrift mun gera brokkolíið að vinsælasta grænmetinu á ballinu.   Og hvað meira er hægt að biðja um þegar fyrirhöfn og vesen er […]

Read More…

Ólífu-salthnetukjúklingur

Ólífukjúklingur Naglans með ristuðum salthnetum Þessi kjúllaréttur tekur öll skilningavitin í gíslingu, því gúrmetið er á slíkum skala að þú trúir ekki að þetta sé hollusta að gumsast um í munnholinu.  Þú vilt aldrei að þessi réttur klárist því fortíðarátsþráin eftir þessa máltíð er óþægileg tilfinning. Þess vegna er ráðlegt að búa til nógu mikið […]

Read More…

Suðrænn og seiðandi apríkósulax

Suðrænn og seiðandi apríkóslulax Naglans   Þessi laxaréttur kemur af stað dúndrandi partý fyrir bragðlaukana. Sætan úr appelsínu og apríkósu í bland við knasandi kókosmjölið sendir þig í huganum á sólarströnd í Kyrrahafinu, með regnhlífadrykk í annarri hönd og sólarvörn í hinni.   Hann er ekki síðri daginn eftir þegar gumsið hefur náð að smjúga […]

Read More…

Af hverju borðaði ég vélindað fullt?

Við fæðumst með eiginleikann til að hætta að borða þegar við erum passlega södd. Ungabarnið færir sig frá brjósti móður þegar það hefur fengið nægju sína. En við töpum þessum eiginleika á lífsleiðinni. Og við borðum oft yfir seddumörk…. langt yfir seddumörk.   Við þekkjum þetta öll. Þegar við borðum of mikið þar til vélindað […]

Read More…

Tjúllaður Teriyaki lax með gómsætri Góma sósu

Hnetubragðið af sesamdressingunni dansar rómantískan vals við teriyaki húðaðan laxinn á dansgólfi bragðlaukanna.   Og svo er hann dásamlega einfaldur og fljótlegur. Við erum aðeins of upptekin við að vera æðisleg til að snuddast endalaust í eldhúsinu.   Eina sem þú þarft að gera er að hræra örfáum innihaldsefnum saman í skál. Hella í poka, […]

Read More…

7 góð ráð fyrir jólahlaðborðin

    Fórstu á jólahlaðborð um helgina? Fórstu með himinskautum í vambarkýlingu. Vaknaðirðu þjakaður og þrekaður daginn eftir. Í læstri hliðarlegu langt fram eftir degi. Flestir borða sig til óbóta á hlaðborðum til að fá það sem þeim ber fyrir aurinn. Það er jú búið að punga mörgum þúsurum úr buddunni. Koma heim eftir matarofgnótt […]

Read More…

Bakaður súkkulaðibitagrautur

Bakaður súkkulaðibitagrautur Naglans Þessi grautur er það sem þeir borða í morgunmat á himnum. Þér finnst þú bíta í súkkulaðibitakökuna frá Subway. Eða unaðinn úr Costco. Nema að hér eru engin aukaefni, ekki viðbættur sykur, rotvarnarefni, E-efni eða annað sem maginn hefur ekki græna glóru hvað á að gera við. Kann ekkert að brjóta niður, […]

Read More…

Horaðar sósur

Margir vilja minnka eða sleppa sykri, smjöri og rjóma í mataræði sínu. Ekki endilega bara í bakstri heldur í matargerðinni og gera snæðingana horaðri, hollari og næringarríkari. Sumir eru ofnæmispésar eða óþolsmelir. Sumir vilja minnka hvíta stöffið í mataræði sínu. Sumir eru að hugsa um mittismálið. Aðrir að hugsa um heilsuna. Enn aðrir um almenna […]

Read More…