Krullað í beygjurekkanum

Nú þegar herskarar af nýársheitungum streyma inn í ræktarsali landsins, er ekki úr vegi að skerpa aðeins á hvaða hegðunarreglur er mikilvægt að hafa í hávegum innan um galvaníseraðar járnstangir og gúmmíhúðaðar lóðaplötur. Því ef eitthvað fær hnakkahárin til að rísa, hnefana að kreppast og augun til að skjóta gneistum er það þegar fólk gengur […]

Read More…

Kreatín – góðkunningi járnrífingamelsins

Naglinn er algjör naumhyggjumanneskja þegar kemur að bætiefnum og efasemdarpúkinn fer í handahlaup og flikk-flakk þegar hin og þessi fabrikkan gubbar útúr sér töfrapillum sem “auka vöðvamassa á 3 vikum” “brennir fitu án þess að fara í ræktina” “getur lyft 10 kílóum þyngra en í gær”. En þau örfáu bætiefni sem komast í gegnum nálaraugað […]

Read More…

Væntingavísitala janúarmánaðar

Nú ryðst janúarholskeflan inn í musteri heilsunnar með örvæntingafullan vonarneista í hjartanu að nú muni heilsusamlegur lífsstíll verða órjúfanlegur hluti af sjálfinu og skrokkurinn skarta draumaforminu. Þeir sem æfa og eru annað hvort að tálga smjör af skotti eða að bæta gæðakjöti á grindina eru oftar en ekki með rammskakka væntingavísitölu ? Algjörlega óraunhæfar og […]

Read More…

Hvað er auðveldara en Hvernig

Splunkunýtt ár er mætt á svæðið, með 12 mánuði af nýjum möguleikum, 52 vikur af ónýttum tækifærum, 365 daga af  nýju upphafi. Hver hræða á byggðu bóli básúnar mannbætandi áramótaheit í statusum og tísti. Tvöþúsundogþrettán skal vera árið sem aukakílóin hypja sig, armbeygjur á annarri og fimmtíu dauðar upphífingar með tíu kílómetra hlaup á kantinum. Það […]

Read More…

Blóðgað bak

Hangikjöt, kalkúnn, hamborgarahryggur, rjúpur, sætar kartöflur, brúnaðar kartöflur, rísalamand, frómas, konfekt, sörur… ólympískt át undanfarinna daga liggur nú og gerjast í kviðarholinu. Fingur eru þrútnir, liðamót í mauki, augun sokkin, kviðurinn bjúgaður. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um hófsemi  eru enn ein jólin að baki þar sem þú fórst langt yfir strikið og tróðst í skjóðuna þar […]

Read More…

Jólastál

Jól á Norðurbrú í Kaupmannahöfn eru ekki beint tradisjónell í þeim skilningi að hér eru fleiri bissniss staðir með opið en maður á að venjast frá Fróni. Hér má fara í ljós, kaupa kebab, fara til slátrarans, leigja vídjóspólu, kaupa grænmeti og ávexti og fylla enn betur á vömbina með slikki úr nammibarnum. En það […]

Read More…

Þægindasápukúlan

Við sem tætum í stálið fjóra til fimm daga vikunnar erum að leita logandi ljósi að auknum styrk og stærri vöðvum. En hvernig gerist það? Þar koma Newton og félagar ríðandi á hvítum hesti með lögmálin í hnakktöskunni. Ofhleðslu lögmálið (e.overload) er nefnilega grunnurinn að öllum árangri í þjálfun. Í styrktarþjálfun verður vöðvi ekki stærri […]

Read More…

Stökkbreytta genið

Naglinn er friðelskandi skepna. En viljinn til að slá einhvern utan undir vaknar þegar setningin: “Ég vil ekki lyfta þungt því ég vil ekki verða vöðvatröll. Ég vil bara tóna mig” hrýtur af vörum náungans. Kökkur kemur í hálsinn að sjá allt liðið í áskrift að brennslutækjum líkamsræktarstöðva. Þarna er hangið tímunum saman eins og […]

Read More…

Gefðu þér tíma

Það er sorglega algengt að fólk sé með fáránlega óraunhæfar væntingar þegar kemur að fitutapi. Árangurinn á að vera bílhlöss af mör á örfáum vikum. En veruleikinn er nær alltaf annar. Þegar fitutap er tekið með skynsemi verður árangurinn oft hægari en hann verður hins vegar varanlegur þar sem við erum ekki að rústa brennslukerfinu […]

Read More…

Kjötsöfnun er góð skemmtun

Naglinn hefur aldrei fengið blóðnasir, 7,9,13, en er ansi nálægt því þegar frasinn: “En hann er nú svo grannur, hann þarf ekkert að fara í ræktina” hrýtur af vörum náungans. Að halda fram að samasemmerki sé milli þess að vera með grannan líkamsvöxt og vera í góðu formi færir æðaveggina í nasavængjum Naglans að sprengimörkum […]

Read More…