Löðrandi gómsætt brokkolíbeikonsalat

Aumingja brokkolí hefur stundum fengið ómaklega útreið og margir sem fitja uppá nefið og fussa og sveia þegar litlu grænu jólatrén koma á matarborðið.   En það mun breytast núna….   Þessi uppskrift mun gera brokkolíið að vinsælasta grænmetinu á ballinu.   Og hvað meira er hægt að biðja um þegar fyrirhöfn og vesen er […]

Read More…

Ólífu-salthnetukjúklingur

Ólífukjúklingur Naglans með ristuðum salthnetum Þessi kjúllaréttur tekur öll skilningavitin í gíslingu, því gúrmetið er á slíkum skala að þú trúir ekki að þetta sé hollusta að gumsast um í munnholinu.  Þú vilt aldrei að þessi réttur klárist því fortíðarátsþráin eftir þessa máltíð er óþægileg tilfinning. Þess vegna er ráðlegt að búa til nógu mikið […]

Read More…

Suðrænn og seiðandi apríkósulax

Suðrænn og seiðandi apríkóslulax Naglans   Þessi laxaréttur kemur af stað dúndrandi partý fyrir bragðlaukana. Sætan úr appelsínu og apríkósu í bland við knasandi kókosmjölið sendir þig í huganum á sólarströnd í Kyrrahafinu, með regnhlífadrykk í annarri hönd og sólarvörn í hinni.   Hann er ekki síðri daginn eftir þegar gumsið hefur náð að smjúga […]

Read More…

Af hverju borðaði ég vélindað fullt?

Við fæðumst með eiginleikann til að hætta að borða þegar við erum passlega södd. Ungabarnið færir sig frá brjósti móður þegar það hefur fengið nægju sína. En við töpum þessum eiginleika á lífsleiðinni. Og við borðum oft yfir seddumörk…. langt yfir seddumörk.   Við þekkjum þetta öll. Þegar við borðum of mikið þar til vélindað […]

Read More…

Smúðingsskál

Ég elska morgunmat. Ég er líka áferðarperri. Ég er líka átvagl og vil borða mikið og vera lengi að borða. Þess vegna er hnausþykkir smúðingar í miklu uppáhaldi. Stundum er þeim graðgað í ginið berrössuðum beint uppúr blandaranum með skeið. Engar ondúleringar eða vesen.   En stundum er þeim skúbbað í skál og puntaðir með […]

Read More…

Það geta allir orðið gordjöss

  “Voðalega líturðu vel út. Miklu betur en þegar sá þig síðast.” sagði pápi gamli. Hann segir þetta bara af föðurlegri umhyggju.” Hugsaði Naglinn “Það er svo góð rækt í hárinu þínu. Ekki eins slitið og oft áður. “sagði hárgreiðslukonan sem hefur klippt lýjur Naglans í 20 ár. “Ertu að nota nýtt sjampó?” Sami gamli […]

Read More…

Skilafrestur og seinnipartstraffík – Streitusjúkrakassinn

  Seinnipartsumferð, skilafrestur og svefnleysi Streitusjúkrakassinn     Þú situr fastur í umferðateppu á Ártúnshöfða og berst eins og ljón í gegnum gegnum seinniparts traffík í borg óttans. Að sækja krakkana í skólann. Skutla einum í skauta, hinum í körfubolta. Það er skilafrestur á stóru verkefni á morgun og þú sérð fram á enn eitt […]

Read More…

Ostalaus ostasósa

Ostalaus ostasósa næringarger er parmesanostur veganætunnar. Næringarger gefur saltbragð í mat og brúklegt í allskonar fyrir átvögl. Til dæmis í pizzabotna, falafelbollur, ostapoppsblómkál,ostalausa ostasósu eins og þessa hér…..   Ostalausa ostasósan (veganvæn) 1 dl næringarger  (frá NOW eða Naturata) 2 msk MONKI tahini (sesamsmjör) 1 tsk salt 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk túrmerik 1 dl […]

Read More…

#nógugott

Ég á eftir að…   Verð að muna að….   Þarf að….   Þyrfti að…..   Þrífa eldhússkápana. Strjúka af gólflistunum. Kaupa hangikjötið. Strauja línið. Viðra sængurnar. Pússa silfrið. Baka sörurnar Panta kalkúninn.   Ohhh….jólakortin….. andsk….   To-do listinn er á lengd við símaskrá Indlands.   Stressið heltekur skrokk og sinni.   Þú hlammar þér […]

Read More…

Tjúllaður Teriyaki lax með gómsætri Góma sósu

Hnetubragðið af sesamdressingunni dansar rómantískan vals við teriyaki húðaðan laxinn á dansgólfi bragðlaukanna.   Og svo er hann dásamlega einfaldur og fljótlegur. Við erum aðeins of upptekin við að vera æðisleg til að snuddast endalaust í eldhúsinu.   Eina sem þú þarft að gera er að hræra örfáum innihaldsefnum saman í skál. Hella í poka, […]

Read More…