Það geta allir orðið gordjöss

 

“Voðalega líturðu vel út. Miklu betur en þegar sá þig síðast.” sagði pápi gamli.

Hann segir þetta bara af föðurlegri umhyggju.” Hugsaði Naglinn

“Það er svo góð rækt í hárinu þínu. Ekki eins slitið og oft áður. “sagði hárgreiðslukonan sem hefur klippt lýjur Naglans í 20 ár.
“Ertu að nota nýtt sjampó?”

Sami gamli sjampóbrúsinn danglar í sturtuklefanum.

“Húðin þín er mun betri en oft áður. Ekki eins rauð og pirruð. Ertu að nota nýtt krem eða nýjar húðvörur?”
spurði húðsnyrtidama Naglans til margra ára.

Húðumhirða er ekki ofarlega í goggunarröðinni, enda sama kreminu smurt í smettið undanfarin tíu ár og kókosolía nuddar burt meiköppsparslið.

“Fæturnir á þér eru miklu betri núna en síðast”
sagði fótaaðgerðarkonan.

“Hvað ertu að gera stelpa? Eða hvað ertu ekki að gera öllu heldur.”

Hhhhmmm… tja.. hvað er ég ekki að gera. Allavega ekki að puðra á mig fótakremi, það er á hreinu.

“Mér er svosem sama hvaðan gott kemur. Haltu því bara áfram.

“Mér finnst eins og þú sért með minna af hrukkum núna í kringum augun. Og baugarnir hafa minnkað” sagði hreinskilna vinkonan.

Baugarnir sem Derrick átti ekki roð í á tímabili.

Þarna fóru bjöllur að hringja í heiladinglinum.

Allar þessar athugasemdir söfnuðust saman í ruslinu í hausnum og Naglinn fór að reikna.
Það eina sem hefur breyst undanfarnar vikur er að Naglinn hætti að drekka sykurlaust gos.
Því Naglinn hefur aldrei viljað slá ryki í augu lesenda og sveipaa sjálfa sig gljáfægðum geislabaug af púritanalífi þar sem ekkert kemur í radius við munnvik nema tandurhreint fæði skrúbbað með Ajax, sjálfdauðar skepnur, lífrænar gulrætur.

Eftir að hafa barist við hausverki, síþreytu, ströggl á æfingum, og fundið í fyrsta sinn á ævinni fyrir kvíða og frestunaráráttu. Ekki-nógan fékk að halda party í hausnum. Kalli kvíði og Nonni neikvæði voru leynigestir og Frikki fullkomnun var plötusnúður.

Því Naglinn er öfgamanneskja í eðli sínu sem æfir mikið, borðar mikið og tyggur mikið tyggjó .
Og gat því alveg slurkað í sig óhóflegu magni af ropvatni á dag.

Eftir að hafa hlustað á hlaðvörp með Dr. Rhonda Patrick sem er svo fróð að Naglinn þarf að leggja sig eftir hlustunina þar sem hún segir hvernig bakteríuumhverfið þar breytist þegar aspartame og vinur hans acesúlfam fá að svamla um þarmana óáreittir.
Í kjölfarið lúslesið lærðar ritrýndar greinar um áhrif aspartame á þarmaflóruna og upptöku næringarefna.
Þú getur nefnilega dúndrað í þig öllu brokkolíi heimsins, en ef þarmagaurarnir eru í sýrubaði og þeir örfáu ennþá á vakt standa sveittir við að skúra út ónáttúrulegu stöffi ertu ekki að nýta næringarefnin, vítamínin, steinefnin og snefilefnin í grænu gleðinni.

Svo það er ekki nóg að puðra út pistlum á Facebook og þykjast vera sjúklega hollur en gúlpa svo í sig sulli sem misþyrmir þarmaflórunni.

Nú er bara sódavatn með Good Good stevia dropum ef þörf vaknar fyrir kolsýru streymandi niður vélinda. Uppáhalds eru raspberry, grape, lemon og strawberry.

http://www.goodgoodbrand.net
Afsláttarkóði RAGGANAGLI 20 = 20% afsláttur

Og við þessa einu litlu breytingu varð svefninn betri og vaknað fersk og úthvíld.
Orkan á æfingum skaust upp í rjáfur.
Nú fer Naglinn ekki að æfa heldur tætir upp lóðin með eld í æðum og útþanin sjáöldur.
Vinnuframleiðnin er á kóreskan mælikvarða.
Frestunarárátta er aftur í grárri forneskju og verkefni tækluð um leið og þau berast á borð.

Og greinilega er þetta fráhald að skila sér í betri húð, færri líkþornum, betra hári, færri hrukkum. Semsagt meiri fegurð…. Ef það er ekki öflugur sölupunktur þá veit ég ekki hvað.