Bezta hrásalat á norðurhjaranum

  Hef aldrei verið hrifin af hrásalati.   Þessu klassíska í plastbökkunum með mæjónesböðuðu hvítkáli og gulrótum og fundist það best geymt í ruslatunnunni. En nýlega smakkaði ég (með semingi þó) þetta guðdómlega hrásalat (coleslaw) á uppáhalds kjúllabúllunni minni, sem er Chicken Shop í Crouch End í London, og það trylltust öll skilningarvitin og nýjar […]

Read More…

Hinn frægi prótínís Naglans

  Þeir sem fylgjast með Naglanum á Snapchat og Instagram hafa eflaust slefað á símtækið yfir póstum um eftir-æfingu gleðina sem er hnausþykkur prótínsjeik toppaður með ávöxtum, súkkulaðisósu og kakónibbum. Naglinn er áferðarperri og vill hafa sína sjeika þykka eins og steinsteypu sem þarf helst að borða með hníf og gaffli og skóflar gleðinni upp […]

Read More…

Rabbabara-jarðarberja Rúna

      Sumarið er tíminn… fyrir allskonar gúmmulaði. Það er ómetanlegt að upplifa gúrmetisbragðið og ferskleikann af því sem er í “sísoni” Rabbabaratíðin er í miklu uppáhaldi hérna megin. Og jarðarberjatíðin. Sérstaklega dönsku jarðarberin. Hér í Danaveldi eru búgarðar þar sem má koma og tína sjálfur af trjánum og bragðið af þeim berjum er […]

Read More…

Low-carb tælenskar vefjur

Þessar lágkolvetna vefjur eru algjört dúndur. Sérstaklega fyrir þá sem álíta grænmeti og salat sem sóun á kaloríum. Ekki einasta blekkja þær neytandann til að borða haug af græmmó og salati, heldur eru þær barmafullar af næringu, gómsætheitum (er það orð?) og þú steingleymir að hér sé ekki sveittmeti og sukk, heldur úsandi hollusta að […]

Read More…

Súkkulaði og vanillubúðingur – Naglavæddur sykurlaus unaður

Naglinn er mikið matargat þykir fátt skemmtilegra en að borða. Jú og skoða uppskriftir. Og hugsa um mat. Og planleggja máltíðir. Og hvernig megi Naglavæða hina hefðbundndu rétti yfir í hollustulífið. Að Naglavæða er semsagt kjarnyrt íslenska yfir hugtakið “að hollustuvæða” sem felst í að nota næringarríkari, horaðri og hollari innihaldsefni en hin gömlu góðu […]

Read More…

PartýDívur – Allskonar gómsætar ídýfur

Það er ekkert partý nema með dýfur. Þessar dýfur eru svo gordjöss að þær eru meira dívur. Ef þær væru manneskjur myndu þær heimta appelsínur tíndar af börnum í Nepal baksviðs á tónleikum. Dívur eru algjört möst í forrétt með góðu brauði og niðurskornu grænmeti. Dívurnar geta svo fært sig yfir á matarborðið og dansað […]

Read More…

Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni. Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.   Það er til dæmis barnaleikur einn […]

Read More…

Bakað hafra-berja-banana-brjálæði

Þú þarft að kaupa þér sérhljóða eftir að borða þessa sykurlausu berjaböku. Enginn sykur. Ekkert hvítt hveiti. Bara unaður. Hollusta og hamingja. Gleði og gúrmeti. Tryllingsdansinn sem upphefst þegar heit berin og bananinn koma saman í haframjölskrönsi undir tönn er eins og unglingadrykkja á Þjóðhátíð. Og Ó svo einfalt og yndislega fljótlegt. Því hver nennir að […]

Read More…

Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt. En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En […]

Read More…

Sykurlaus eplapæja með hnetum og stökkum hafrahjúp

  Það er ekki til unaðslegra kombó en bökuð epli,kanill, bráðið súkkulaði, hnetur og haframjöl.   Hér er uppskrit að hollri sykurlausri eplapæju með hnetum, kakónibbum Yndisleg með Þeytitopps sprauturjóma a og sykurlausu sírópi. Getur verið glúteinfrí fyrir þá sem það kjósa en þá er bara að skipta út hefðbundnu haframjöli fyrir glúteinfrítt. Uppskrift: Hafrahjúpur: 1 dl […]

Read More…