Eplakaka Naglans

    Þessi horaða sykurlausa eplakaka klikkar aldrei. Hún slær alltaf í gegn í félagslegum samkundum Naglans þar sem engum dettur í hug að um sé að ræða úsandi hollustu. En best er hún í einrúmi þegar Naglinn er vopnuð gaffli í joggaranum með kaniltaum út á kinn.     Eplakaka Naglans Uppskrift 2 egg […]

Read More…

Gómsætar glútein- og sykurlausar piparkökur

Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur…… allt deigið og borðar það… Þessar piparkökur eru horaðar, sykurlausar, glúteinfríar en þrátt fyrir alla þessa fátækt og vosbúð eru þær asnalega gómsætar og meira að segja bóndinn sem er sykursnúður mikill fannst þær betri en hinar hefðbundnu systur þeirra. En það krafðist viljastyrks nashyrnings í makaleit að éta ekki […]

Read More…

Crepsur Naglans

Ylvolgar þunnar pönnsur færa Naglann aftur í tíma í eldhúsið hjá ömmu í Safamýrinni með RÚV ómandi í bakgrunni, þar sem sú gamla hafði ekki undan að steikja ofan í velmegunarvömb barnabarnsins sem sporðrenndi hverri á fætur annarri upprúllaðum með sykri. Naglinn hefur jú alltaf verið yfirburðamanneskja þegar kemur að áti innanhúss án atrennu. Þessar […]

Read More…

Kryddbrauð Naglans

  Það er fátt sem minnir eins mikið á jólin og nýbakað ilmandi kryddbrauð? Naglinn er Skröggur mikill, enda rammheiðin, og leiðist prjálið og stússið í kringum þessa blessuðu þrjá daga, en það gildir hinsvegar allt annað um matarhefðir og gúmmulaðið sem fljóta um allt í desember.   Sykurlaust prótínkryddbrauð 120g NOW möndlumjöl 2 heil […]

Read More…

Sjúklega mjúkar brúnkur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu sem ná utan um gómsætið sem felst í þessum skinhoruðu, sykurlausu og dúnmjúku brúnkum (brownies). Unaðurinn sem hríslast niður hryggjarsúluna mælist í bandvíddum þegar þú sekkur tönnunum í þetta ljúfmeti. Við tyggingu upphefst reifpartý í munnholinu, með sjálflýsandi höfuðböndum og sýrutónlist. Þegar mjúkelsið rennur framhjá úfnum […]

Read More…

Skinhoruð súkkulaðimússa

Blómkál er guðsgjöf náttúrunnar til heilsugosa, því það er eins og kameljón og getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Blómkál eykur líka magn af mat með aðeins örfáum karólínum. Fyrir þá sem mæla lífshamingju í magni af mat eins og Naglinn er slík viðbót eins og að fá símtal frá Brad Pitt með boð í […]

Read More…

Horuð klessukaka

Naglinn fer oft yfir pollinn til Svíaveldis til sjoppunar á fóðrunarvörum í ICA maxi Västra Hämnen í Malmö því sænskurinn aðhyllist töluvert meiri frjálshyggju en fyrrum drottnarar Skánar með mun breiðara vöruúrval af allskonar hollustuvörum og ammerísku stöffi fyrir átvögl. Á strolli sínu um lendur Málmeyjar eru sætabrauð á hverju strái því “Fika stund” er […]

Read More…

Ostatortillur Naglans

Naglinn elskar vefjur. Það er eitthvað sem fullnægir áferðarperranum við að sökkva tönnunum í upprúllaðan vöndul þar sem innvolsið gumsast út og inn í munnholið. Vefjur eru á borðum nokkrum sinnum í viku og það sem er dásamlegast er að þær geta tekið á sig allra kvikinda líki eftir því hvaða krydd eru brúkuð eða […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla á Suðurnesjum

Naglinn hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir frá heilsumelum frá öllum landshlutum um að komao og halda matreiðslunámskeið. Að sjálfsögðu verður orðið við þeim óskum, og byrjað á þeim eðal landshluta, Suðurnesjum. Matreiðslunámskeið Röggu Nagla í samstarfi við Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum verður haldið fimmtudaginn 30. október kl 17-21 í Grunnskóla Grindavíkur.   Skráning í gleðina er hér. Athugið […]

Read More…

Vanillu ostakaka með súkkulaðiívafi

Þessi kaka er ólýsanlega gómsæt. Átið á henni framkallaði epíska hamingju og jaðraði við trúarlega athöfn hjá rammheiðnum Naglanum. Niðurtalning í kvöldsnæðing morgundagsins hófst um leið og síðasta bita hafði verið rennt niður og það er hugsanlegt að diskurinn hafi verið sleiktur…neeii djók…. eða ekki. Vanilluostakaka með dökku súkkulaði Botn 4 msk Monki hnetusmjör (fæst […]

Read More…