Mættu í lífið án afsakana

  Naglinn var að hamra út snörun í ræktinni. Kona vatt sér upp að hlið Naglans og sagði: “Ég verð að segja hvað er gaman að fylgjast með þér æfa.” “Þú ert svo sterk og örugg. Eins og með kláðamaur innanklæða fór Naglinn öll á ið í vandræðagangi. Og byrjaði strax að gubba út afsökunum […]

Read More…

Framheilalömun

Þú fórst aaaalltof of seint að sofa í gærkvöldi Þú þreifst ekki íbúðina um helgina eins og planið var. Þú borðaðir of margar pizzasneiðar í kvöldmat. Þú slepptir badminton með stelpunum á miðvikudag. Misstir kontrólið í Namminlandi um helgina og slátraðir kílóavís. Misstir síðan kúlið og snappaðir á börnin yfir kvöldverðinum. Þú svafst yfir þig […]

Read More…

Stasi löggan

Vissir þú… þegar við fylgjum matarplani, megrunarkúr eða mataræðisstefnu sem fyrirskipar eins og á STASI lögga ríkistímaplani með örfáum ríkismatvælum þá tvíeflist sú stöð í heilanum sem tengir mat við verðlaun. Af því við skorthugsunin ryður sér til rúms. Þú ert að líða skort. Þú ert að missa af. Þú ert ekki með í partýinu. […]

Read More…

Bakað hafra-berja-banana-brjálæði

Þú þarft að kaupa þér sérhljóða eftir að borða þessa sykurlausu berjaböku. Enginn sykur. Ekkert hvítt hveiti. Bara unaður. Hollusta og hamingja. Gleði og gúrmeti. Tryllingsdansinn sem upphefst þegar heit berin og bananinn koma saman í haframjölskrönsi undir tönn er eins og unglingadrykkja á Þjóðhátíð. Og Ó svo einfalt og yndislega fljótlegt. Því hver nennir að […]

Read More…

Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt. En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En […]

Read More…

Næntís fyrirbærið ‘Nammidagur’

Nammidagur. Naglinn hélt að þetta fyrirbæri hefði dáið drottni sínum á níunda áratugnum ásamt Sódastrím og vídjóspólunni. En svo virðist að þessi dagur lifi enn góðu lífi. Þessi dagur þar sem kaloríur telja ekki. Þar sem allt er leyfilegt. Þessi dagur þegar Hagkaup breytist í lögmál frumskógarins. Smellur í plastlokum skellast aftur í taktföstum ryþma […]

Read More…

Katrín og co.

Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir nafnið Katrín Jakobsdóttir? Gáfuð. Málefnaleg.   En nafnið Vigdís Finnbogadóttir? Virðuleg. Heiðarleg. Hugsunarsöm   Malala Undrabarn. Ákveðin. Hugrökk   Michelle Obama Gjafmild. Sterk.   Ingibjörg Sólrún Fylgin sér. Staðföst.   Halla Tómasdóttir Kjarnakona. Hlý.   Dettur þér ekki í hug c.a 58 kíló, 75 kíló, 20% fita, […]

Read More…

Kalkúnn og með’ðí – jól og áramót í núvitund

Fyrir marga eru jólin ekki bara hátíð gleði og kærleiks. Gjafir og græjur. Skraut og sörur. Kökur og kransar Það er líka tími kvíða. Allskonar kvíða. Fyrir jólin heltekur angistin að vera ekki “búinn að öllu”. Áhyggjur af ókeyptum gjöfum. Óeldaðri sósu. Óþrifnum skápum. En eftir því sem nær dregur byrjar matarkvíðinn hjá mörgum að […]

Read More…

Silkimjúkur súkkulaði-granateplagrautur

Sítróna og granatepli bindast hér vináttuböndum enda slá þessir tveir félagar aldrei feilnótu þegar þeir eru spilaðir saman í bragðsinfóníunni. Það er viðeigandi að nota himneskar vörur í þessa gúrmetisgleði, því upplifunin færir þig sannarlega nær himnaríki. Silkimjúkur Súkkulaði-granatepla næturgrautur 50 g Himnesk hollusta haframjöl 2 dl Isola ósætuð möndlumjólk 2 dl vatn 2 msk […]

Read More…

Mokkagrautur – næturgrautur

Þessi mokka næturgrautur er frábær fyrir kaffiafganginn úr könnunni. Þessi síðasta ískalda svarta lögg sem lúrir einmana í botninum enginn hefur lyst á og endar alltaf í vaskinum. Þannig stuðlarðu ekki einungis að hollustu, heldur einnig minni matarsóun. 2 dl Himnesk Hollusta haframjöl 4 dl ósætuð möndlumjólk (græn Isola) 2 msk NOW Psyllium Husk 2 […]

Read More…