Njótum að nærast – námskeið í desember

Eru ekki flestir þreyttir á boðum og bönnum í mataræði? Hvað “má” og “má ekki” borða. Telja grömm og kaloríur. Vigta og mæla. Reikna og skrá. Samviskubit ef borðað of mikið. Sektarkennd ef borðað óhollt. Á þessu námskeiði er tekin sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest […]

Read More…

Haustmeti með kjeti – svínakinnar

Nú er haustið komið hér í Köben og rigningin grenjar á rúðunni þar sem hver haustlægðin á fætur annarri herjar á Baunann. Þá er tími fyrir huggulegt haustmeti með kjeti eins og í eldhúsinu hennar mömmu í gamla daga. Í þennan rétt prófuðum við hjónin svínakinnar. Danmörk eru mikið svínaræktunarland og hægt að fá allskonar […]

Read More…

Klámfengnar Kofta bollur

Naglinn býr í stærsta innflytjenda og múslima hverfi Kaupmannahafnar og því óhjákvæmilegt að borða ekki reglulega á tyrkneskum veitingastöðum. Eldamennskan og matreiðslan hefur ratað inn í eldhúsið og Naglinn því orðin vel sjóuð í öllum þessum uppskriftum með skrýtnu nöfnin. Þessar Kofta bollur eru ólöglega gómsætar. Kofta bollur eru hakkbollur með allskonar kryddum í deiginu. […]

Read More…

Guðdómlegur grillkjúlli með dásamlegu meðlæti

Eftir að hafa spænt malbik Reykjavíkur í maraþoninu er mikilvægt að eldamennskan sé einföld og fljótleg því yfirleitt eftir slík átök er nennan í núlli til að snuddast mikið í eldhúsinu.   Því er upplagt að henda á grillið prótíngjafa beint í hungraða vöðvana. Hrísgrjón í pott til að fá góð kolvetni sem hefja prótínmyndun […]

Read More…

Barbikjú-apríkósu kjúlli- sykurlaus

Ég elska að hollustuvæða hefðbundnar uppskriftir sem innihalda sykur, smjérva og rjóma og finna önnur innhaldsefni sem virka alveg jafn vel í staðinn án þess að gæði eða bragð líði fyrir tilraunamennskuna.   Þessi kjúllaréttur hefur lengi verið í uppáhaldi og er mun hitaeiningasnauðari en forfaðir hans en klárast upp til agna af gestum og […]

Read More…

Bezta hrásalat á norðurhjaranum

  Hef aldrei verið hrifin af hrásalati.   Þessu klassíska í plastbökkunum með mæjónesböðuðu hvítkáli og gulrótum og fundist það best geymt í ruslatunnunni. En nýlega smakkaði ég (með semingi þó) þetta guðdómlega hrásalat (coleslaw) á uppáhalds kjúllabúllunni minni, sem er Chicken Shop í Crouch End í London, og það trylltust öll skilningarvitin og nýjar […]

Read More…

Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni. Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.   Það er til dæmis barnaleikur einn […]

Read More…

Bakað hafra-berja-banana-brjálæði

Þú þarft að kaupa þér sérhljóða eftir að borða þessa sykurlausu berjaböku. Enginn sykur. Ekkert hvítt hveiti. Bara unaður. Hollusta og hamingja. Gleði og gúrmeti. Tryllingsdansinn sem upphefst þegar heit berin og bananinn koma saman í haframjölskrönsi undir tönn er eins og unglingadrykkja á Þjóðhátíð. Og Ó svo einfalt og yndislega fljótlegt. Því hver nennir að […]

Read More…

Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt. En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En […]

Read More…

Gordjöss chili con carne með sítrónuhummus

Þetta chili con carne yljar þér um hjartaræturnar í vetrarhörkum og lægðabyljum. Það er líka leynigestur í gumsinu, ekki Herbert Guðmundsson, heldur kakó. Það gefur unaðslegt sætubragð og hleður í klámfengna matarupplifun sem lifir langt framyfir tíufréttir. Chili con carne 500g nautahakk (5-10%) 1 kraminn hvítlaukur 1 laukur 1 paprika 1 lítil dós tómatpúrra 2-3 […]

Read More…