Kalkúnn og með’ðí – jól og áramót í núvitund

Fyrir marga eru jólin ekki bara hátíð gleði og kærleiks. Gjafir og græjur. Skraut og sörur. Kökur og kransar Það er líka tími kvíða. Allskonar kvíða. Fyrir jólin heltekur angistin að vera ekki “búinn að öllu”. Áhyggjur af ókeyptum gjöfum. Óeldaðri sósu. Óþrifnum skápum. En eftir því sem nær dregur byrjar matarkvíðinn hjá mörgum að […]

Read More…

Silkimjúkur súkkulaði-granateplagrautur

Sítróna og granatepli bindast hér vináttuböndum enda slá þessir tveir félagar aldrei feilnótu þegar þeir eru spilaðir saman í bragðsinfóníunni. Það er viðeigandi að nota himneskar vörur í þessa gúrmetisgleði, því upplifunin færir þig sannarlega nær himnaríki. Silkimjúkur Súkkulaði-granatepla næturgrautur 50 g Himnesk hollusta haframjöl 2 dl Isola ósætuð möndlumjólk 2 dl vatn 2 msk […]

Read More…

Mokkagrautur – næturgrautur

Þessi mokka næturgrautur er frábær fyrir kaffiafganginn úr könnunni. Þessi síðasta ískalda svarta lögg sem lúrir einmana í botninum enginn hefur lyst á og endar alltaf í vaskinum. Þannig stuðlarðu ekki einungis að hollustu, heldur einnig minni matarsóun. 2 dl Himnesk Hollusta haframjöl 4 dl ósætuð möndlumjólk (græn Isola) 2 msk NOW Psyllium Husk 2 […]

Read More…

Döðlupestó sem kallar fram gleðitár

Þetta döðlupestó kallaði fram tár á hvarmi Naglans þegar fyrsta teskeiðin snerti tungubroddinn. Gleðitár. Döðlur eru guðsgjöf til mannkyns. Sérstaklega Medjool döðlur, þessar í kössunum með steininum. Þær eru mýkri og auðveldari að vinna með en gamlar frænkur þeirra sem eru oft þurrar á manninn og þrjóskar til samvinnu. Pokadöðlurnar frá Himnesk hollustu eru langbestar. Þessi […]

Read More…

Rauðrófuhummus sem fær þig til að gleyma stað og stund

Haustið er tími rótargrænmetis og hér í Danaveldi svigna hillur undan rauðrófum, hvítum rófum, næpum, gulrótum, kartöflum, sætum kartöflum. Og þegar haustlægðirnar herja á gluggarúðuna er fátt meira kósý en að reima á sig svuntuna og skella í eitt gómsætasta hummusið á byggðu bóli. Bara með ferskum og flúnkunýjum hráefnum. Glúteinlaus. Sykurlaus. Mjólkurlaus. Vegan… you name it… […]

Read More…

Úr sjónlínu – úr sálinni.

Siggi kollegi kom frá útlöndum með fullan poka af Dumle karamellum sem mæna á þig í hvert skipti sem þú nærð þér í kaffibolla Lóa í bókhaldinu átti afmæli í gær og nú dangla óétnar sneiðar af súkkulaðiköku við hliðina á skyrdollunni sem full af skynsemi bíður þín í ísskápnum. Nonni forstjóri kom með kippu […]

Read More…

Nærumst í núvitund

Það er september. Grillveislur sumarsins veltast enn um í meltingakerfinu. Bjórþambið liggur á bumbunni. Mánuður af mánudögum er framundan. Mataræðið jafn spennandi og Eldhúsdagsumræður Skammtastærðir í nanóeiningum Bragðið jafn gómsætt og súrefni   HVAÐ við borðum mun nú taka stakkaskiptum. Sykurlaus september. Enginn bjór fram að jólum. Ekkert gos. Út með brauð. Þegar einhver annar stýrir […]

Read More…

Aspashummus

  Naglinn hangir utan í veganismanum eins og barn sem vill vera með í snú-snú leik en þorir ekki að taka skrefið. Sleikir sig á rúðuna og mænir löngunaraugum á girnilega baunarétti. Slefar yfir sætkartöflusúpum. Hugsar klámfengið um hummus. Með sleftaum út á kinn yfir Oumph kássu En þú getur alveg verið hvoru tveggja. Kjetæta […]

Read More…

Sætkartöflubrauð

    Brauðin slá alltaf í gegn á matreiðslunámskeiðum Naglans, Now og Nettó. Brauðin er hægt að gera glúteinlaus og sykurlaus og grunnuppskriftin er eins og auður strigi málarans. Það er hægt að gera sæt brauð og nota dásemdir náttúrunnar eins og döðlur, banana, kanil, engifer, rúsínur, negul, eplamús. Síðan er hægt að gera matarbrauð og […]

Read More…

Vertu smitberi

Hversu oft fitja börnin upp á nefið þegar brokkolí kemur í radíus við eldhúsborðið. Unglingurinn sökkvir sér ofan í æfóninn þegar honum er boðið spínatsalat. Makinn hnussar “Er þetta eitthvað hollustukjaftæði?” þegar þú býður upp á nýjan heilsurétt. Systirin hneykslast á öllu þessu hlaupaveseni í þér. “Er þetta ekki slæmt fyrir hnén.” Vinirnir hlægja í […]

Read More…