Úr sjónlínu – úr sálinni.

Siggi kollegi kom frá útlöndum með fullan poka af Dumle karamellum sem mæna á þig í hvert skipti sem þú nærð þér í kaffibolla Lóa í bókhaldinu átti afmæli í gær og nú dangla óétnar sneiðar af súkkulaðiköku við hliðina á skyrdollunni sem full af skynsemi bíður þín í ísskápnum. Nonni forstjóri kom með kippu […]

Read More…

Nærumst í núvitund

Það er september. Grillveislur sumarsins veltast enn um í meltingakerfinu. Bjórþambið liggur á bumbunni. Mánuður af mánudögum er framundan. Mataræðið jafn spennandi og Eldhúsdagsumræður Skammtastærðir í nanóeiningum Bragðið jafn gómsætt og súrefni   HVAÐ við borðum mun nú taka stakkaskiptum. Sykurlaus september. Enginn bjór fram að jólum. Ekkert gos. Út með brauð. Þegar einhver annar stýrir […]

Read More…

Vertu smitberi

Hversu oft fitja börnin upp á nefið þegar brokkolí kemur í radíus við eldhúsborðið. Unglingurinn sökkvir sér ofan í æfóninn þegar honum er boðið spínatsalat. Makinn hnussar “Er þetta eitthvað hollustukjaftæði?” þegar þú býður upp á nýjan heilsurétt. Systirin hneykslast á öllu þessu hlaupaveseni í þér. “Er þetta ekki slæmt fyrir hnén.” Vinirnir hlægja í […]

Read More…

Nálgunarmarkmið frekar en Forðunarmarkmið

  Nú er mál að linni. Dagar víns og rósa verða að víkja og heilbrigðari hættir hylltir.   Nammibindindi Enginn sykur. Ekkert glútein Út í hafsauga með mjólkina. Sorrý Búkolla. Ekki sopi af ropvatni. Sorrý Ölgerðin. Ekki arða af æti inn um stútinn eftir kvöldmat. Ekki liggja eins og flökuð skata   Hausinn undir og […]

Read More…

Jarðarförin þín

Í jarðarförinni þinni mun enginn tala um kílóatöluna þína. Þeir munu hins vegar tala um þyngdina á útgeislun þinni. Minningargreinarnar um þig munu ekki fjalla um buxnastærðina. Þær munu fjalla um stærð persónuleika þíns. Umræðuefnið í erfidrykkjunni verður ekki ummál brjóstanna heldur hlýjan sem þar býr. Fólk mun ekki minnast þín út frá plássinu sem […]

Read More…

Árið er…. 2016 #rósaingólfs

Árið er 2016 36 ár síðan kona var kjörin forseti í lýðræðislegri kosningu 101 ár síðan konur fengu kosningarétt Þrjár íslenskar konur hafa unnið titilinn hraustasta kona jarðar. Árið er 2016 Kraftakeppnir, úthaldskeppnir, ólympískar lyftingar eru stútfullir af hraustum konum. Ræktarsalir, crossfitbox og hnébeygjurekkar gubba útúr sér hnarreistum, stoltum valkyrjum. Stórum og smáum Þybbnum og […]

Read More…

Ég Á að….

Ég Á að vera búinn að nesta mig fyrir morgundaginn Ég Á að gera hnébeygjur, bekkpressu, armbeygjur, burpees mörgum sinnum í viku Ég MÁ ekki borða glútein, mjólkurvörur, dýraafurðir, aspartame Ég Á að vera með sýnilegan kvið Ég ÞARF að komast í brók númer X Ég ÞARF að eiga nýjustu Under armour spjarirnar, Mizuno hlaupaskó […]

Read More…

Ragga Nagli í Kroppatemjaranum- myndband

Naglanum hlotnaðist sá heiður nýlega að vera boðuð í viðtal hjá Bjössa Sveinbjörns sem er með hina frábæru síðu Kroppatemjarinn. Hér er farið yfir sálfræðina á bakvið mataræði, hreyfingu. Hér er hamrað á mikilvægi þess að finna sinn eigin takt, hvað gleður þig og þína bragðlauka. Hvaða hreyfing þykir þér skemmtileg. Því ein stærð hentar ekki […]

Read More…

Allt eða ekkert. Tvær hliðar á sama peningi

Enginn sykur. Ekkert hveiti. Ekkert áfengi. Ekkert gos. Ekkert sælgæti. Ekkert snakk. Ekkert kruðerí. Ekkert sveittmeti. Bara kjúlli. Fiskur. Kál. Grænmeti. Vatn. Sætar kartöflur. Að borða EKKERT af einhverju eða borða ALLTOF mikið af því eru tvær hliðar á sama pening. Vík burt! þú sykur sonur Satans EÐA flórsykurslikja út á kinn af tólfta Dunkin […]

Read More…

Besta útgáfan af sjálfum þér

Þessi pistill eftir Röggu Nagla birtist í janúarhefti af Nýju Lífi   Þú ferð í heimsókn til Möggu vinkonu. Ding dong. Þegar þið labbið inn í stofu segir þú: “Jeminn hvað er mikið drasl hérna. Og ryk í öllum hornum. Þú hefðir átt að þurrka betur af áður en ég kom.  Sóði!. ”   Þú […]

Read More…