Raunhæfar væntingar

Þeir sem æfa og eru annað hvort í fitutapi eða í uppbyggingu, eru oft ekki með væntingar í takt við raunveruleikann. Margir leggja upp með að þeir munu missa heilu bílfarmana af mör eins og í Biggest Loser þáttunum. Eða að þeir munu byggja upp slíkt magn af gæðakjöti að sjálf Eikin myndi skammast sín. Margar konur […]

Read More…

Höfuðlausn

Það er fyrsta vika janúarmánaðar og venju samkvæmt ríða stórkostlegar yfirlýsingar húsum um gervalla heimsbyggðina….. já eða Feisbúkk og Twitter….. Og hvert er innihald yfirlýsinganna? Að missa mör, að kjöta skrokk, að hlaupa, hraðar, að lyfta þyngra, hætta að kýla kvið, að komast í þrengri föt …að að að…. Það vantar ekki stóru orðin sem básúnað […]

Read More…

Elixírinn sjálfur

U.þ.b 70% kroppsins er vatn (sumir vilja reyndar meina að hann sé 90% vatn) og það treður sér í nánast öll störf sem fara fram inni í skrokknum. Það er grátlegt að hugsa til þess að ansi margir sem byggja landið Ísa með eitt besta vatn á kúlunni gleymi þessum stórmikilvæga þætti í heilbrigði maskínunnar. […]

Read More…

Veldu þínar baráttur

Naglinn var einu sinni í yfirþyngd “Færið ykkur strákar, hún tekur alla gangstéttina þessi” “Slappaðu af í kexinu” “Þú þarft nú að endurskoða líkamsvöxtinn þinn.” “Svínka!”   Naglinn grennti sig “ Hún er örugglega með átröskun” “Þú ert orðin alltof horuð” “Mikið líturðu vel út.”   Naglinn byrjaði að hugsa um mataræðið “Ertu að borða […]

Read More…

Þriðji í ítroðelsi

Það er mánudagur, og ekki bara einhver mánudagur, það er annar í páskum og sykurþynnkan hamrar á kúpunni. Þrátt fyrir gubbandi hjartslátt og bullandi aumingjagang í sykurhúðuðum skrokknum hamast og djöflast púkinn í núðlunni og vill draga þig aftur niður í svaðið í undirheima sykurguðsins “Það var svo gaman hjá okkur í gær þegar við […]

Read More…

Tómur tankur

Brenni ég meira með því að gera þolæfingar á fastandi maga? Skiptir það máli að vera með tóman maga til að brenna meiri fitu? Þessi spurning ríður húsum undanfarin misseri og kemur mjög oft inn á borð Naglans. Hún er sprottin af algengum misskilningi sem er troðið inn í hausinn á sótsvörtum pöpulnum af glanssneplahöfundum […]

Read More…

Skankarnir teygðir

Naglinn er skrýtin skrúfa. Það er ekkert mál að rífa í stálið í sextíu mínútur, en fortölurnar sem fara í að eyða tíu mínútum í að teygja á hnútuðum vöðvunum gætu leyst deiluna milli Palesínu og Ísrael á nó tæm. Þessi vanræksla verður til þess að allt fer í hönk í skrokknum, og þá þarf […]

Read More…

Væntingavísitala janúarmánaðar

Nú ryðst janúarholskeflan inn í musteri heilsunnar með örvæntingafullan vonarneista í hjartanu að nú muni heilsusamlegur lífsstíll verða órjúfanlegur hluti af sjálfinu og skrokkurinn skarta draumaforminu. Þeir sem æfa og eru annað hvort að tálga smjör af skotti eða að bæta gæðakjöti á grindina eru oftar en ekki með rammskakka væntingavísitölu ? Algjörlega óraunhæfar og […]

Read More…

Hvað er auðveldara en Hvernig

Splunkunýtt ár er mætt á svæðið, með 12 mánuði af nýjum möguleikum, 52 vikur af ónýttum tækifærum, 365 daga af  nýju upphafi. Hver hræða á byggðu bóli básúnar mannbætandi áramótaheit í statusum og tísti. Tvöþúsundogþrettán skal vera árið sem aukakílóin hypja sig, armbeygjur á annarri og fimmtíu dauðar upphífingar með tíu kílómetra hlaup á kantinum. Það […]

Read More…

Gefðu þér tíma

Það er sorglega algengt að fólk sé með fáránlega óraunhæfar væntingar þegar kemur að fitutapi. Árangurinn á að vera bílhlöss af mör á örfáum vikum. En veruleikinn er nær alltaf annar. Þegar fitutap er tekið með skynsemi verður árangurinn oft hægari en hann verður hins vegar varanlegur þar sem við erum ekki að rústa brennslukerfinu […]

Read More…