Lóð á ánægjuvogina – ummæli fjarþjálfunarkúnna

Það er fátt gleðilegra en þegar lærisveinarnir upplifa jákvæðar breytingar á heilsu, líkama og atgervi og að fá jafn falleg ummæli frá harðduglegum fjarþjálfunarkúnna örvar tárkirtlana hjá grjóthörðum Naglanum. “Hef verið að segja það við þig í huganum síðustu vikur. Fyrst er, að þú ert snillingur. Þegar maður er að byrja og er í því […]

Read More…

Stökkbreytta genið

Naglinn er friðelskandi skepna. En viljinn til að slá einhvern utan undir vaknar þegar setningin: “Ég vil ekki lyfta þungt því ég vil ekki verða vöðvatröll. Ég vil bara tóna mig” hrýtur af vörum náungans. Kökkur kemur í hálsinn að sjá allt liðið í áskrift að brennslutækjum líkamsræktarstöðva. Þarna er hangið tímunum saman eins og […]

Read More…

Gefðu þér tíma

Það er sorglega algengt að fólk sé með fáránlega óraunhæfar væntingar þegar kemur að fitutapi. Árangurinn á að vera bílhlöss af mör á örfáum vikum. En veruleikinn er nær alltaf annar. Þegar fitutap er tekið með skynsemi verður árangurinn oft hægari en hann verður hins vegar varanlegur þar sem við erum ekki að rústa brennslukerfinu […]

Read More…

Peppmeister 3000

Naglinn heyrir oft frasana ”Ég er ekki í gírnum núna, vantar spark í rassinn og pepp til að hundskast á beinu brautina.” Þetta er atriði sem litla núðla Naglans nær ekki utan um. Það er ekkert utanaðkomandi sem mun koma rassinum á þér úr soranum og inná beinu brautina, aðeins þú getur fundið neistann til […]

Read More…

Í-gær syndrómið

Úr baðherbergjum á landinu Ísa má heyra grátstaf og gnístran tanna þegar talan á vigtinni er komin út fyrir eigin velsæmisstaðal. Nei, nei, nei fru Stella, det går ikke!! Þú ert þreytt(ur) á að vera úr formi. Nú skal heldur betur gera eitthvað í málunum. Þurrkar grátstafinn úr kverkunum og girðir nærbuxurnar yfir útkýlda ístruna. Ferð […]

Read More…

Kjötsöfnun er góð skemmtun

Naglinn hefur aldrei fengið blóðnasir, 7,9,13, en er ansi nálægt því þegar frasinn: “En hann er nú svo grannur, hann þarf ekkert að fara í ræktina” hrýtur af vörum náungans. Að halda fram að samasemmerki sé milli þess að vera með grannan líkamsvöxt og vera í góðu formi færir æðaveggina í nasavængjum Naglans að sprengimörkum […]

Read More…

Kona þarf megrun eins og fiskur þarf reiðhjól

Naglinn hefur reynt að halda í sér bölsótinu en getur ekki orða bundist lengur. Netmiðlar og tímarit gubba útúr sér heilu dálkunum af beinlínis heilsuspillandi ráðleggingum um fitutap með pervertískum áherslum á megrun og kílóatapi beindum að kvenpeningnum. Töfralausnir og ráðleggingar ríða húsum frá hinum og þessum kroppatemjurum sem hafa þann starfa að tálga grindhoraðar Hollívúdd […]

Read More…

Réttur dagsins: Þolinmæði

“Þolinmæði” er orð dagsins. Þegar lagt er af stað upp í ferðalag með líkama sinn er nefnilega mikilvægt að tileinka sér þessa höfuðdyggð því hún mun koma þér á áfangastað. Á byrjun árs gubbast skilaboðin af síðum glanstímarita og netmiðla um töfrapillur og skyndilausnir sem fela í sér að árangur gerist á örbylgjuhraða. Það er […]

Read More…

Rútínurask

“Ég fór í frí og datt út úr rútínunni og átti erfitt með að koma mér aftur í gírinn” Ef Naglinn ætti tíkall fyrir hverja slíka frásögn af falli af beinu brautinni mætti mæla þykkt bankabókarinnar í hekturum. Það er staðreynd að rútínurask er einn stærsti áhættuþáttur í að hendast útaf brautinni og oft þarf […]

Read More…

Rútínurask

“Ég fór í frí og datt alveg úr rútínunni og átti erfitt með að koma mér aftur í gírinn” Ef Naglinn ætti tíkall fyrir hverja slíka frásögn af falli af beinu brautinni mætti mæla þykkt bankabókarinnar í hekturum. Það er staðreynd að rútínurask er einn stærsti áhættuþáttur í að hendast útaf brautinni og oft þarf […]

Read More…