Ólífu-salthnetukjúklingur

Ólífukjúklingur Naglans með ristuðum salthnetum Þessi kjúllaréttur tekur öll skilningavitin í gíslingu, því gúrmetið er á slíkum skala að þú trúir ekki að þetta sé hollusta að gumsast um í munnholinu.  Þú vilt aldrei að þessi réttur klárist því fortíðarátsþráin eftir þessa máltíð er óþægileg tilfinning. Þess vegna er ráðlegt að búa til nógu mikið […]

Read More…

Af hverju borðaði ég vélindað fullt?

Við fæðumst með eiginleikann til að hætta að borða þegar við erum passlega södd. Ungabarnið færir sig frá brjósti móður þegar það hefur fengið nægju sína. En við töpum þessum eiginleika á lífsleiðinni. Og við borðum oft yfir seddumörk…. langt yfir seddumörk.   Við þekkjum þetta öll. Þegar við borðum of mikið þar til vélindað […]

Read More…

Skilafrestur og seinnipartstraffík – Streitusjúkrakassinn

  Seinnipartsumferð, skilafrestur og svefnleysi Streitusjúkrakassinn     Þú situr fastur í umferðateppu á Ártúnshöfða og berst eins og ljón í gegnum gegnum seinniparts traffík í borg óttans. Að sækja krakkana í skólann. Skutla einum í skauta, hinum í körfubolta. Það er skilafrestur á stóru verkefni á morgun og þú sérð fram á enn eitt […]

Read More…

#nógugott

Ég á eftir að…   Verð að muna að….   Þarf að….   Þyrfti að…..   Þrífa eldhússkápana. Strjúka af gólflistunum. Kaupa hangikjötið. Strauja línið. Viðra sængurnar. Pússa silfrið. Baka sörurnar Panta kalkúninn.   Ohhh….jólakortin….. andsk….   To-do listinn er á lengd við símaskrá Indlands.   Stressið heltekur skrokk og sinni.   Þú hlammar þér […]

Read More…

7 góð ráð fyrir jólahlaðborðin

    Fórstu á jólahlaðborð um helgina? Fórstu með himinskautum í vambarkýlingu. Vaknaðirðu þjakaður og þrekaður daginn eftir. Í læstri hliðarlegu langt fram eftir degi. Flestir borða sig til óbóta á hlaðborðum til að fá það sem þeim ber fyrir aurinn. Það er jú búið að punga mörgum þúsurum úr buddunni. Koma heim eftir matarofgnótt […]

Read More…

Dagur í lífi Naglans

Þessi pistill birtist í Heilsublaði Nettó í september 2017 Dagur í lífi Röggu Nagla Hvernig er dæmigerður dagur í mínu lífi? Ég er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6:30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnu dagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég […]

Read More…

Njótum að nærast – námskeið í desember

Eru ekki flestir þreyttir á boðum og bönnum í mataræði? Hvað “má” og “má ekki” borða. Telja grömm og kaloríur. Vigta og mæla. Reikna og skrá. Samviskubit ef borðað of mikið. Sektarkennd ef borðað óhollt. Á þessu námskeiði er tekin sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest […]

Read More…

365 blaðsíður á einum degi – eða ein blaðsíða á dag í heilt ár?

Flestir vilja líkamlegan árangur á örbylgjuhraða. Að skrokkurinn taki stökkbreytingu á nanósekúndum.   Um leið og gullið æfingaplan er komið í hönd á kjötið að bunkast á grindina og lýsið að leka stríðum straumum af botnstykkinu.   Ef dramatískar breytingar eru ekki sjáanlegar eftir örfáar vikur hertekur frústrasjón sinnið. Vonleysi. Pirringur. Leiðindi.   Uppgjafarhermaðurinn marsérar […]

Read More…

Matvæli sem skal forðast til að ná árangri

Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri.   Nei við erum ekki að tala um sykur, smjérva, hvítt hveiti.   Heldur ekki banana, kartöflur, kókosolíu eða hvaða myllumerki trendar nú á Twitter til að rugla lýðinn í skallanum.   Heldur er listinn mjög einfaldur   1) matur […]

Read More…

Venjan fyrst – útkoman síðan

  Margir vilja gera hreyfingu að jafn ósjálfráðri venju dagsins og að bursta tanngarðinn eða kemba lýjurnar á hausnum. Ýmis markmið eru básúnuð á Fési, Tísti og Insta. “Nú er kallinn kominn í átak og ætlar að missa 20 kg fyrir jól” “Haustáskorun hafin. Í kjólinn fyrir jólin” En oftar en ekki er það eins […]

Read More…