Kex og kruðerí … afsprengi áttunda áratugarins

Á áttunda áratugnum varð sprenging í matvælaiðnaði og úr fabrikkum á Vesturlöndum streymdu matvæli í álpappírsumbúðum, pappapakka og plast sem áttu að flýta fyrir snæðingi og eldamennsku.   Það sem kallast í daglegu tali “unninn matur.”   Seríós. Böggles. Örbylgjudinner. Skinkubréf. Dósamatur. Pakkasúpur. Djúsþykkni. Kartöfluflögur. Samsölubrauð. Kex.   Við sem ólumst upp á þessum tíma […]

Read More…

Endurheimt eða örmögnun

Þú vaknar eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum makaður í kókosolíu í silkináttfötum frá Guðsteini. Þú mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. Bætingar hrannast upp og þú gætir verið með svefnpokapláss í ræktinni og æft sólarhringum saman   Aðra daga ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni […]

Read More…

Góðgerlar

  Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. góðar bakteríur hjálpa okkur halda heilsunni í blússandi […]

Read More…

Vigtin lýgur

Vigtin hefur áhrif á okkur öll, og þá sérstaklega okkur konur. Annaðhvort erum við syngjandi af gleði allan daginn yfir þeirri tölu sem kemur upp á skjánum borið saman við síðasta skipti sem við athuguðum, eða undir þrumuskýi allan daginn og jafnvel alla vikuna. Þyngd líkamans er upplýsingar. Það er allt og sumt. Hvað segir […]

Read More…

Keisarinn er kolvetnasveltur

Kolvetnasnauðir kúrar eru fyrirbæri sem undanfarin misseri hafa troðið sér upp á sótsvartan pöpulinn eins og leiðinlegi frændinn í fermingarveislu. Þar sem slíkir kúrar hafa stuðlað að ÞYNGDARtapi á ógnarhraða eru þeir baðaðir rósrauðum bjarma og hylltir eins og nakti keisarinn forðum. En hversu mikið af þessu tapi er smjör og hversu stór hluti sem […]

Read More…

Gefðu þér tíma

Það er sorglega algengt að fólk sé með fáránlega óraunhæfar væntingar þegar kemur að fitutapi. Árangurinn á að vera bílhlöss af mör á örfáum vikum. En veruleikinn er nær alltaf annar. Þegar fitutap er tekið með skynsemi verður árangurinn oft hægari en hann verður hins vegar varanlegur þar sem við erum ekki að rústa brennslukerfinu […]

Read More…

Í-gær syndrómið

Úr baðherbergjum á landinu Ísa má heyra grátstaf og gnístran tanna þegar talan á vigtinni er komin út fyrir eigin velsæmisstaðal. Nei, nei, nei fru Stella, det går ikke!! Þú ert þreytt(ur) á að vera úr formi. Nú skal heldur betur gera eitthvað í málunum. Þurrkar grátstafinn úr kverkunum og girðir nærbuxurnar yfir útkýlda ístruna. Ferð […]

Read More…

Kona þarf megrun eins og fiskur þarf reiðhjól

Naglinn hefur reynt að halda í sér bölsótinu en getur ekki orða bundist lengur. Netmiðlar og tímarit gubba útúr sér heilu dálkunum af beinlínis heilsuspillandi ráðleggingum um fitutap með pervertískum áherslum á megrun og kílóatapi beindum að kvenpeningnum. Töfralausnir og ráðleggingar ríða húsum frá hinum og þessum kroppatemjurum sem hafa þann starfa að tálga grindhoraðar Hollívúdd […]

Read More…

Vopnahlé

Margar kvinnur heyja Örlygsstaðabardaga við maga, rass og læri, árið út og inn. Grátklökkar með örfá kálblöð á matardisknum, löngunaraugun mæna á Snikkersið við kassann í matvörubúðinni en mantran í hausnum er kyrjuð: “ þér skuluð meinlætalíf dýrka, sjálfið þarf að vera svekkt og sorgmætt, spikið þarf að leka” Á sama tíma er húsbandið bullandi […]

Read More…