Rækjugleði

Lífið er bara of stutt fyrir leiðinlegan, bragðlausan og þurran mat gott fólk.  Það hefur enginn úthald í að borða ljósritunarpappírs þurrar kjúllabringur.
Naglinn hefur verið í ham í eldhúsinu undanfarið og tilraunastarfsemi stunduð af kappi svo hörðustu petrídiskar og pípettur roðna.  Margar þeirra hafa þó verið með misgóðum árangri, enda fær Naglinn víst seint heiðursverðlaun Húsmæðraskólans *roðn*.
En þegar vel tekst til falla súrar tilraunir í gleymskunnar dá þar sem gleðin yfir enn einu einföldu, gómsætu og heilsusamlegu kombói í safnið yfirtekur allt gráa efnið.

Ein slík hamingja helltist yfir Naglann fyrir skömmu þegar sóðaleg uppskrift leit dagsins ljós fyrir nýjasta uppáhaldið í svartholið, rækjur.  Naglinn blæs á allt kjaftæði um að þessi bleiku krútt séu hræætur og blablabla… þær eru bara of gómsætar til að sniðganga í lífinu.

 

IMG_1775

Rækjugleði Naglans:

1 skammtur

 hvítlauksrif marið

1/2 laukur eða rauðlaukur

1/2 rauð paprika

nokkrir sveppir

soðið brokkolí

soðin hýðisgrjón

skammtur af frosnum rækjum (100-200g eftir þörf hvers og eins)

1 msk sojasósa

1 msk sykurlaus Teriyaki (Kikkoman)

hnífsoddur af Chipotle paste – rosalega sterkur fjandi) eða chili duft  (má sleppa)

Steikja hvítlauk, lauk, sveppi og papriku  á pönnu þar til orðið gullið og mjúkt. Henda rækjum, hrísgrjónum, soðnu brokkolí og sykurlausri Teriyaki á pönnuna og leyfa að malla í 2-3 mínútur.

Smá Jambalaya fílingur – en smellpassar líka með salati.

Gúmmulaðismáltíð á fimm mínútum. Hver sagði að hollusta væri tímafrek?

IMG_1775

3 thoughts on “Rækjugleði

  1. Pingback: iHerb… ILoveyou | ragganagli

  2. Pingback: Kostur – góðvinur heilsumelsins | ragganagli

  3. Pingback: Rækjugott | Matarbitinn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s