Góðgerlar

  Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. góðar bakteríur hjálpa okkur halda heilsunni í blússandi […]

Read More…

Hlegið í bankanum

Naglinn fær ofsakláða og eyrnabólgu þegar fólk vill endilega kjamsa á fitubrennslutöflum “til að flýta fyrir fitutapi”. Í fyrsta lagi vill Naglinn leyfa breyttu mataræði og æfingum hafa sín áhrif svo líkaminn læri sjálfur að vinna í verkefninu áður en gripið er til utanaðkomandi aðstoðar í formi dufthylkja. Í öðru lagi er stórkostlegt ofmat á […]

Read More…

Vigtin lýgur

Vigtin hefur áhrif á okkur öll, og þá sérstaklega okkur konur. Annaðhvort erum við syngjandi af gleði allan daginn yfir þeirri tölu sem kemur upp á skjánum borið saman við síðasta skipti sem við athuguðum, eða undir þrumuskýi allan daginn og jafnvel alla vikuna. Þyngd líkamans er upplýsingar. Það er allt og sumt. Hvað segir […]

Read More…

Keisarinn er kolvetnasveltur

Kolvetnasnauðir kúrar eru fyrirbæri sem undanfarin misseri hafa troðið sér upp á sótsvartan pöpulinn eins og leiðinlegi frændinn í fermingarveislu. Þar sem slíkir kúrar hafa stuðlað að ÞYNGDARtapi á ógnarhraða eru þeir baðaðir rósrauðum bjarma og hylltir eins og nakti keisarinn forðum. En hversu mikið af þessu tapi er smjör og hversu stór hluti sem […]

Read More…

Stökkbreytta genið

Naglinn er friðelskandi skepna. En viljinn til að slá einhvern utan undir vaknar þegar setningin: “Ég vil ekki lyfta þungt því ég vil ekki verða vöðvatröll. Ég vil bara tóna mig” hrýtur af vörum náungans. Kökkur kemur í hálsinn að sjá allt liðið í áskrift að brennslutækjum líkamsræktarstöðva. Þarna er hangið tímunum saman eins og […]

Read More…

Kjötsöfnun er góð skemmtun

Naglinn hefur aldrei fengið blóðnasir, 7,9,13, en er ansi nálægt því þegar frasinn: “En hann er nú svo grannur, hann þarf ekkert að fara í ræktina” hrýtur af vörum náungans. Að halda fram að samasemmerki sé milli þess að vera með grannan líkamsvöxt og vera í góðu formi færir æðaveggina í nasavængjum Naglans að sprengimörkum […]

Read More…