Hafragrautur er fæða guðanna

Það eru fáar máltíðir sem toppa hafragrautinn og Naglinn gæti auðveldlega sporðrennt því góðgæti í allar sex máltíðir dagsins. Stundum er fyrirátsspennan svo mikil að svefninn raskast allverulega af tilhlökkun.  Þátíðarátskvíðinn gerir síðan óbærilega vart við sig að loknum snæðingi og heilir 24 tímar í næsta graut *grenj*. Á morgnana er líkaminn eins og svampur […]

Read More…

Kvöldsnæðingar

“Fastaðu alveg eftir kl. 19” “Ekki borða neitt eftir kvöldmat” “Alls ekki borða þremur tímum fyrir svefn.” Margir fá gyllinæð af stressi yfir að borða rétt fyrir svefn því þeirri firru hefur verið troðið í sárasaklausan pöpulinn að allt sem þú borðar eftir kvöldmat breytist í fitu á núll einni yfir nóttina. Þetta atriði sker […]

Read More…

Kjötsöfnun er góð skemmtun

Naglinn hefur aldrei fengið blóðnasir, 7,9,13, en er ansi nálægt því þegar frasinn: “En hann er nú svo grannur, hann þarf ekkert að fara í ræktina” hrýtur af vörum náungans. Að halda fram að samasemmerki sé milli þess að vera með grannan líkamsvöxt og vera í góðu formi færir æðaveggina í nasavængjum Naglans að sprengimörkum […]

Read More…

Hvað skal snæða eftir lyftingar?

Eftir lyftingaæfingu fá flestir sér hreint prótín, enda þurfa niðurtættir vöðvarnir á amínósýrum að halda á þessum tímapunkti. Það vita hins vegar ekki margir að kolvetni eru gríðarlega mikilvæg eftir æfingu og margir eiga erftt með að melta þá staðreynd að eftir æfingu séu einföld kolvetni besti kosturinn. Við sem pössum sykurstuðulinn daginn út og […]

Read More…

Hnetusmjör – Dásemdin Einar

Margir forðast hnetusmjör eins og Icesave samninginn haldnir þeirri firru að hér sé argasta óhollusta á ferð. En það er mikill misskilningur því hnetusmjör er afbragðs fitugjafi, með um 53 g af fitu í 100 g, og að stærstum hluta ómettaðar fitusýrur. Gagnsemi ómettaðra fitusýra fyrir líkamann og heilsuna eru vel þekktar. Meðal annars má […]

Read More…