Grannur er ekki samnefnari við að vera heilsuhraust ræktarrotta

“….svo þekkir maður fullt af fólki sem borðar sykur en er samt tággrannt.” Þessi setning heyrðist úr viðtækinu í umræðu um sykurskattinn ógurlega sem nú sveimar yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Svona skilaboð ýta undir þá ranghugmynd að við getum dæmt heilsu einhvers út frá stærð líkamans Að vera grannur er ekki […]

Read More…

Endurheimt eða örmögnun

Þú vaknar eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum makaður í kókosolíu í silkináttfötum frá Guðsteini. Þú mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. Bætingar hrannast upp og þú gætir verið með svefnpokapláss í ræktinni og æft sólarhringum saman   Aðra daga ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni […]

Read More…

Súkkulaðitrufflur – sykurlausar

      Kollagen er efnið sem gefur húð slétta áferð en þegar við eldumst þá framleiðir líkaminn minna kollagen og við fáum hrukkur og línur. en Kollagen hjálpar okkur að fá aftur æskuljómann í kinnarnar. Kollagen styrkir líka bein og liðamót með myndun á bandvef og gelatín er eins og dúnmjúkur púði milli beina og […]

Read More…

Magískur makríll

Eftir langan vinnudag þegar þreytan hríslast um hryggjarsúluna og nennan til að snuddast í eldhúsinu mælist í nifteindum. Í þessu ástandi er tilhugsunin að undirbúa holla máltíð frá grunni á pari við að skipuleggja fund í Sameinuðu þjóðunum. Þá er fljótleiki þinn helsti haukur í horni. Og það gerist ekki fljótlegra en að opna makríldós […]

Read More…

Bananabrauð frá himnaríki – sykurlaust og glúteinlaust

  Þykk sneið af þessu brauði er guðsgjöf, með þykkri slummu af MONKI grófu möndlusmjöri, eða gamla góða skólaostinum getur dimmu í dagsljós breytt á örfáum sekúndum. Börnin öskra á aðra sneið um leið og síðasta bita er rennt niður og dásemdin við þetta brauð er að hér má fela allskyns grænmeti eins og soðið […]

Read More…

Góðgerlar

  Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. góðar bakteríur hjálpa okkur halda heilsunni í blússandi […]

Read More…

Sykurlaus og horaður vanilluís

Einfaldasti og fljótlegasti vanilluís í veröldinni takk fyrir tíkall. Og hann er sykurlaus og horaður. En líka veganvænn og laktósafrír. En líka glútenfrír og gómsætur.   Ísvélin sem þú keyptir í Sjónvarpsmarkaðnum getur haldið áfram að safna ryki í geymslunni fyrir aftan glósubækurnar úr gaggó. Því þú þarft ekkert nema klakabox og blandara. Uppskrift: 2 […]

Read More…

Ertu sósaður í súkralósa?

      Flest okkar myndum gjarnan vilja borða dísæta súkkulaðiköku með þeyttum rjóma án þess að þær kaloríur þrengi brók og belti. Af þeim sökum eigum við mörg í flóknu ástar-haturs sambandi við sætuefni. Þessi mólekúl sem slá á pervertískar langanir í sætabrauð sem herja á okkur þegar litli vísir nálgast fjögur á klukkunni […]

Read More…

Löðrandi gómsætt brokkolíbeikonsalat

Aumingja brokkolí hefur stundum fengið ómaklega útreið og margir sem fitja uppá nefið og fussa og sveia þegar litlu grænu jólatrén koma á matarborðið.   En það mun breytast núna….   Þessi uppskrift mun gera brokkolíið að vinsælasta grænmetinu á ballinu.   Og hvað meira er hægt að biðja um þegar fyrirhöfn og vesen er […]

Read More…

Ólífu-salthnetukjúklingur

Ólífukjúklingur Naglans með ristuðum salthnetum Þessi kjúllaréttur tekur öll skilningavitin í gíslingu, því gúrmetið er á slíkum skala að þú trúir ekki að þetta sé hollusta að gumsast um í munnholinu.  Þú vilt aldrei að þessi réttur klárist því fortíðarátsþráin eftir þessa máltíð er óþægileg tilfinning. Þess vegna er ráðlegt að búa til nógu mikið […]

Read More…