Þykk sneið af þessu brauði er guðsgjöf, með þykkri slummu af MONKI grófu möndlusmjöri, eða gamla góða skólaostinum getur dimmu í dagsljós breytt á örfáum sekúndum.
Börnin öskra á aðra sneið um leið og síðasta bita er rennt niður og dásemdin við þetta brauð er að hér má fela allskyns grænmeti eins og soðið brokkolí, blómkál eða rifið hrátt zucchini með að hræra því saman við deigið. Enginn fattar neitt meðan litlir skrokkar fá hágæða næringu í formi guðdómlegrar brauðsneiðar.
Innihald:
550 g vel lífsreyndur banani
75 g spíraðir hafrar (Rude Health)
150g malað finvalsað haframjöl* (t.d Himnesk hollusta)
1⁄2 tsk kanill
1⁄2 tsk negull
klípa salt
1⁄2 tsk matarsódi
100 ml Good Good sweet like syrup
2 msk sykurlausir súkkulaðihnappar (Lily’s) eða kakónibbur (Himnesk hollusta)
Smyrja brauðform (20 cm x 11 cm) með fljótandi kókosolíu eða spreyi eða nota sílikon form
Hræra öllu nema spíruðum höfrum og súkkulaði saman með töfrasprota
Hræra spíruðum höfrum saman við með sleif.
Hella deiginu í formið.
Baka í 45 mínútur.
Sáldra súkkulaðihnöppum eða kakónibbum yfir þegar hefur aðeins kólnað.
Geymist ferskt í kæli í 4-5 daga.
Best er að geyma í lokuðu íláti í kæli.Til dæmis í Sistema fresh boxi (fæst í Nettó)
________________________________________________________________
Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma og Nettó verslanirnar.