Magískur makríll

Eftir langan vinnudag þegar þreytan hríslast um hryggjarsúluna og nennan til að snuddast í eldhúsinu mælist í nifteindum.

Í þessu ástandi er tilhugsunin að undirbúa holla máltíð frá grunni á pari við að skipuleggja fund í Sameinuðu þjóðunum. Þá er fljótleiki þinn helsti haukur í horni. Og það gerist ekki fljótlegra en að opna makríldós og skúbba á disk.

Þá manstu eftir Stabburet makríldósinni í skápnum. Það væri lekkert með kínóa og brokkolí. Að sjóða kínóa tekur ekki nema kortér.
Þeir sem eiga uppskriftabókina mína Undirbúningur er árangur eiga jafnvel tilbúið soðið kínóa í boxi í ísskápnum og hafa fjárfest í örbylgjugufusjóðara frá Sistema til að fækka enn frekar skrefunum í átt að heilsuhegðun.

 

Opna dósina. Skúbba makríl á disk. Jóðla kínóa við hliðina. Soðið brokkolí á kantinn.
Málið er dautt.
Á innan við kortéri ertu með vel samsetta máltíð af prótíni, kolvetni, fitu og grænmeti og auðvitað stútfulla af Omega – 3.

Nútímamaðurinn fær því miður ekki nóg af Omega-3 úr fæðunni, en slafrar hinsvegar í flestum tilfellum nægilegt magn af frænkum hennar Omega-6 og 9 úr jurtaolíum. Þess vegna er ráðlegt að borða fæðu sem er rík af Omega-3 til dæmis úr feitum fiski (makríl, lax, bleikjusilungi, lúðu og fleirum).

 

Innihald
Fyrir 1-2

Sjóða 2 dl af vatni. Hella 75 grömmum af skoluðu kínóa út í pottinn ásamt Toro súputeningi eða skóflu af NOW Chicken Bone broth prótíndufti. .
Leyfa að malla á vægum hita í 15 mínútur þar til kínóa dúllurnar hafa sogið í sig allan vökva. 1-2 dósir Stabburet makríll í salsasósu eða tómatbasil
Gufusoðið brokkolí velt uppúr balsamediki og sykurlausu sírópi

Dásamlegt borið fram með fersku salati úr romaine salati, bláberjum, ristuðum sólblómafræjum og sólþurrkuðum tómötum.

_______________________________________________________________

Þessi færsla er í samstarfi við Lindsay á Íslandi sem flytur inn Stabburet makríl.