Súkkulaðitrufflur – sykurlausar

   

 

Kollagen er efnið sem gefur húð slétta áferð en þegar við eldumst þá framleiðir líkaminn minna kollagen og við fáum hrukkur og línur. en Kollagen hjálpar okkur að fá aftur æskuljómann í kinnarnar.

Kollagen styrkir líka bein og liðamót með myndun á bandvef og gelatín er eins og dúnmjúkur púði milli beina og liða svo þau klambrist ekki saman eins og gamall Skódi.

Kollagen er þannig lím líkamans. Eins og gamall gulur UHU staukur heldur það öllu saman í maskínunni.

Hér er uppskrift að kollagenríkum Súkkulaðitrufflum sem gera húðina silkimjúka eins og barnarass og beinin grjóthörð eins og demanta.

Dásamlegt að eiga þessar sykurlausu dúllur í ísskápnum þegar óeirðin og pervertískar langanir herja á sinnið eftir fréttir.

Innihald

 • 1 bolli hráar NOW macadamia hnetur
 • 1/3 bolli Almighty foods kókoshnetusmjör, bráðið (fæst í Veganbúðinni)
 • Klípa salt
 • 1 matskeið Himnesk hollusta kókoshnetuolía
 • Vanilluduft eða korn úr vanillustöng eða bara gömlu góðu vanilludroparnir
 • 1/4 bolli + 2-3 matskeiðar NOW kollagenduft (Collagen peptides)
 • 1 msk Sweet like Stevia eða NOW erythritol
 • 1 plata brætt sykurlaust súkkulaði, t.d Cavalier (Nettó)

 

 

 

Aðferð: 

 1. Mala makadamíuhnetur mélinu smærra í matvinnsluvél
 2. Skrapa niður hliðarnar á skálinni. Bæta kókoshnetuolíu og bráðnu kókoshnetusmjöri og blanda þar til kekkjalaust og silkimjúkt. .
 3. Bættu restinni við, fyrst 1/4 bolla af kollagendufti og blandaðu áfram. Ef deigið þarf meira duft bættu við einni matskeið í einu þar til blandan hefur náð góðri deigáferð.
 4. Rúllaðu deiginu í 10 hvítar trufflur og settu á disk.
 5. Veltu uppúr bræddu súkkulaði og settu í ísskápinn í 1-2 klst
 6. Reyndu síðan að grafa upp þolinmæðina til að bíða í skitinn klukkutíma eftir að sökkva tönnunum í þennan unað.

___________________________________

Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma og Veganbúðina.