Hollar kókoskúlur

Súkkulaðikókoskúlur-2

Hver þarf dísykrað Bounty þegar þetta hollustu konfekt bíður spennt eftir að vera slátrað í ginið á kantinum.

Þessar kókoskúlur eru sykurlausar og glúteinfríar og svo öööönaðslegar undir tönn aðeinu sinni smakkað og þú getur ekki hætt….. Pringles verður atvinnulaust…

Súkkulaðikókoskúlur

10-12 stk

1 scoop NOW mysuprótín vanillu

10g kókosmjöl

20g kókoshveiti (Cocofina – fæst í Nettó)

5-10g NOW erythritol

 2 dl Isola ósætuð möndlumjólk (græn ferna)

50g Naturata 75% eða Cavalier dökkt súkkulaði

Súkkulaðikókoskúlur

Súkkulaðikókoskúlur

 

now-whey

1. Blanda prótindufti, kókosmjöli, kókoshveiti og erythritol saman í skál.

2. Hella mjólk útí þurrefnin og blanda saman í klump með sleikju

3. Móta bollur úr deiginu og setja í frysti í 10-20 mín

4. Bræða súkkulaði. Naglinn þrykkir því bara í örrann í 30 sek

5. Velta bollunum uppúr súkkulaði þar til þær eru brúnar á alla kanta.

6. . Henda í frysti í 20 mín og voilá…..  jammíness klárt á kantinn til að vera slátrað ofan í ginið þegar sykurpúkinn herjar á hjarnann

Kókoskúlur