Stútfullt vélinda – þorskréttur á þriðja jóladegi

Baggalútur ómar í hausnum á þriðja degi jóla… saddur…. kjötsviti lekur niður hnakkann, kviðurinn þaninn, puttarnir bjúgaðir og augun sokkin. Tilhugsunin ein um kjöt, sósu, sörur, brúnaðar kartöflur veldur velgju og líkamlegum ónotum. Kviðnum er gróflega misboðið eftir síðustu daga og öskrar á hreinsandi te og léttmeti. Þá er upplagt að skella í einn laufléttan og bráðhollan fiskrétt til að núllstilla sig eftir jólagraðgið.

Naglaþorskur

Naglaþorskur

Mediterranían þorskréttur Naglans

1 skammtur

100-150g þorskur
Eggaldin skorið í bita
Rauðlaukur sneiddur
Paprika sneidd
ólífur (svartar eða grænar)
Tómatar í dós
Tómatpúrra
Basilika þurrkuð eða fersk (fersk er betri)
Timjan eða rósmarín (ferskt)

1. Setja þorsk í  eldfast mót, salta og pipra eins og vindurinn. Baka í 10 mínútur

2. Steikja lauk, eggaldin og papriku þar til mjúkt.

3. Bæta tómötum í dós, tómatpúrru, ólífum, basil og timjan og leyfa gumsinu að malla saman í harmóníu í nokkrar mínútur.

4. Hella tómatahrærunni yfir fiskinn og baka í 5-6 mínútur í viðbót.

Unaðslegt með nýjum soðnum kartöflum og salati.