Það er fátt meira svalandi í sól og sumaryl en brakandi ferskt frappucino.
En eitt svoleiðis kvikindi getur innihaldið 400-500 kaloríur
Ef þú vilt ekki smyrja þig með aukakarólínum úr sykri og fitu.
Hér er því uppskrift að einum laufléttum og hollum frappó
- 1 bolli möndlumjólk/sojamjólk/beljumjólk
- 1-2 tsk skyndikaffi
- 1-2 tsk gervisæta (Stevia, Splenda, Sukrin)
- 5-6 ísmolar
- 1 msk sykurlaust vanillu eða karamellu síróp (DaVinci/Torani )
Henda öllu gumsinu saman í blandara og röra eins og vindurinn.
Toppa með fitulausu Cool Whip (fæst í Hagkaupum) og ef þú vilt ganga á villtu hliðinni smá sykurlaust súkkulaðisíróp
Njótið þeirrar gulu og munið eftir sólarvörninni.