Low carb súkkulaðikaffibollakaka

Þegar mataræðið er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorsskkvóta koma upp ljótar cravings sem þú átt engan mótleik við og áður en þú veist af hafa hendurnar tætt upp Hómblest pakkann eins og hungraðar dúfur á brauðhleif. En ef maður getur borðað köku nánast í hvert mál kemur ekki upp vanþurft og átvaglið er […]

Read More…

Vanilluostakaka með hindberja Quest-bar botni

Ó þú mikli unaður sem horaða ostakaka Naglans er. Hún er eins og auður strigi málarans því það má endalaust snurfusa og vesenast og búa til nýjar varíasjónir eins og súkkulaðigleði eða hnetusmjörsbrjálæði til að gleðja átvaglið.  Því Naglinn fær enga gleði af því að borða súrt og bragðlaust skyr þegar hægt er að leika sér […]

Read More…

Vanilluhindberjamúffur

Múffur eru guðsgjöf fyrir upptekinn og stressaðan Naglann. Það er nefnilega hægt að hafa þær kramdar í tölvutöskunni og lauma einni  og einni upp í sig meðan setið er á óralöngum fundum sem taka ekki tillit til ræktarrottu sem verður hungruð á tveggja tíma fresti. Naglinn á alltaf birgðir af frosnum berjum í frystiskápnum fyrir […]

Read More…

Kókosblómkálsmússa

Blómkál er eins og kameljón. Það má brúka það í allskonar fyrir aumingja sem vilja gera matinn sinn horaðri en með fullt af fyllingu í mallakút. Blómkálshrísgrjón. Blómkálsmússa. Horuð pizza. Blómkálsklattar. Blómkálssúpa Eins er það góður vinur þeirra sem vilja minnka kolvetnin í matnum, til dæmis ef við erum ekki aktíf á kvöldin og minnkum þá elsku vini okkar sterkjuna […]

Read More…

Súkkulaðikókos ostakaka – step by step

Á sunnudögum býr Naglinn til fjórfalda uppskrift af ostaköku, sker hana í fjóra parta (dööhh…) og graðgar einum fjórðungi í smettið í kvöldsnæðingum yfir vikuna. Hinar ýmsu bragðvaríasjónir eins og súkkulaðikaramellu og vanilluhindberja hafa litið dagsins ljós upp á síðkastið. Allar jafn unaðslega gómsætar, og maður á víst ekki að gera upp á milli barnanna sinna […]

Read More…