Popplag í G-dúr

Það er algengur misskilningur hjá þeim sem eru að tálga lýsið að nú eigi að “bara að lyfta létt og oft” Ómanneskjulegur fjöldi af endurtekningum með bleiku lóðin og nanósekúndna hvíld milli setta. “Ég vil brenna sem mestri fitu á æfingunni.” “Ég þarf að svitna svo ég finni að ég sé að brenna.” “Ef mér […]

Read More…

Sprettirnir spændir

Þegar kemur að bætingum á þoli eða bræðslu á smjöri eru fleiri, fleiri vikur af ömurlegum klukkustundum af leiðinlegum, vitsmunadrepandi þolæfingum á lágri/miðlungs ákefð (65-75% af hámarkspúlsi) fyrsta myndin sem kemur í núðluna. Af hverju? Af því þessi tugga hefur verið jórtruð ofan í lýðinn í gegnum tíðina. Viltu missa spek? Búðu þig þá undir […]

Read More…

Háspenna Lífshætta

Alltof margir mæta á æfingu með egóið uppi á háalofti bísperrtir eins og páfugl í makaleit … “nú skal sko taka á því og refsa stálinu sem aldrei fyrr.” Svo er hamast og hnoðast á járninu og því böðlað upp hroðvirknislega með hraða sem gæti klofið atóm. Vogaraflið notað til að koma lóðunum upp, á […]

Read More…

Ræktarrottan

Þú veist að þú ert ræktarrotta þegar:   Alveg sama hvað þú setur oft í þvottavél, óhreinatauskarfan er alltaf full af sveittum íþróttafötum Þú kaupir engin ný matvæli nema að lesa utan á umbúðirnar fyrst Þú borðar fimm til sex smáar máltíðir á dag Þér finnst skrýtin tilfinning að vera EKKI með harðsperrur Þú skipuleggur […]

Read More…

Miðjan og mallakútur

“Æi ég tek bara brennslu og smá maga í dag.”  Þið þekkið þennan frasa.  Af því kviðsvæðið er fitusöfnunar svæðið hjá okkur flestum þá veitir það sálarró að liggja á bakinu og þjösna olnbogum í hné 2000 sinnum og helst á hverjum degi. Því miður þarf að slengja skítugu viskustykkinu í andlitið. Í fyrsta lagi […]

Read More…