Kæri Jóli

Eru ekki allir löngu búnir að redda jólagjöfum og hafa notið desembermánaðar með sautján sortum og skápaþrifum.
Settu upp jólagjafalista í Excelskjal í nóvember og hafa hakað við hverja og eina gjöf eftir kerfisbundið Kringluráp og Smáralindarölt. Nei… ekki svo… það eru víst bara Danirnir.  

 

Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum fyrir heilsumeli og flýtir fyrir í örvæntingarfullu, frústrerandi hringsóli um bæinn á aðfangadagsmorgun. 

 

 

Picture 22

Naglinn á svartar Zero Point frá Compression.is þrýstibrækur sem eru stórkostlegar. Sérstaklega í fótadaga og hringþjálfun. Háar í mittið svo það gubbast ekkert fluff yfir. Þú þarft reyndar smurolíu og skóhorn til að komast úr og í, en það er bara aukaæfing.

 

Picture 23

 

Það er borið í bakkfullan lækinn með bleikum íþróttaspjörum, en þessar Under Armour brækur myndu líka sóma sér ansi vel í yfirfullu safninu. Aftur erum við að tala um háar í mittið en níðþröngar yfir staurana svo öllu er haldið til haga. 

Compression effektinn í svona buxum eykur blóðflæði og flýtir fyrir endurheimt í vöðvum eftir æfingu.

 

2907410

Squat sponge

 

30962f210bbe9024de373eb3bdd907e8

Airex dýna

 

Squat sponge og Airex púði til að hlífa aumingjans mjöðmunum í hip thrusts og glute bridges æfingum. Airex púðinn hefur meira notagildi en hnébeygjupúðinn, til dæmis til að gera teygjur og hlífa hnjám en er ekki eins handhægur og squat sponge að ferðast með til og frá rækt.

 

 

12377981_1502911876704606_3409098109421366142_o

Úlnliðsvafningar frá Train with intensity. Fást í Perform.isEr ekki toppurinn á þjóðrembingnum að sporta íslenska fánanum í átökunum í Baunalandi?  Það er nú komið blússandi góðæri aftur, og örugglega ekki langt í að við kaupum Magasin aftur og danskurinn fær aftur heilablæðingu af pirringi. 

 

12241334_10153633989016648_3273368563692371600_nVöfflujárn fyrir belgískar brjálæðis vöfflur. Uppskrift að gómsætum heilsusamlegum vöfflum er að finna hér.

DownloadedFile-1Perfect pancakes pönnukökupanna frá Amazon.com…. segir sig sjálft….af því Naglinn borðar eggjahvítupönnsur oft í viku úr eggjahvítum, Isola möndlumjólk, NOW Psyllium Husk og blómkálsmússu. 

DownloadedFile Fractional-Weight-Lifting-Plates-Olympic-Size-2-Inch

 

Plate mates og Fractional plates  eru guðsgjöf fyrir okkur kvensurnar því stundum er 1.25 kg of mikið stökk, sérstaklega í efri partinum. Fractional plates má festa við handlóð, sem getur komið sér ansi vel t.d í æfingum á axlir, tvíhöfða og þríhöfða. 

Picture 21

 

Stundum sér maður hluti sem ekki er hægt að afsjá eða afmá úr minninu. Þessir Under Armour skór hafa valdið blautum draumum og svefnlausum nóttum. Það er alltaf pláss fyrir fleiri skó… þó eiginmaðurinn sé á öðru máli. Það má þá bara losa sig við nokkrar golfkylfur úr skápnum í staðinn.

 

 

51NfQjOesjL._SY450_

Instant pot af Instapot.co.uk. Gerir gúrmeti á nótæm. Bara dömpa allskonar oní gaurinn, stilla á tíma og voila…. engin fyrirhöfn. Algjör snilld t.d fyrir graut. Bara henda haframjöli, salti, ávöxtum útí fyrir svefn og þá þarf ekkert að gera nema rúlla sér framúr og inni í eldhús vopnaður skeið. Enn ein afsökunin tekin í bakaríið.

 

Picture 24

 

 

Bleikt Sistema nestisbox. Fyrir bleiknefjana. Fyrir nestisperrann. Fyrir boxablætið. Fyrir heilsugosann sem vill vera með eigið holla nesti í vinnu, ferðalög, ræktina, skólann….. Sistema fæst í Nettó.

 

 

IMG_9477

Zero Point Compression sokkar. Í hlaup, hopp og hamagang og þunga fótadaga. Naglinn notar þá líka í löng flug og sefur í þeim eftir þunga fætur til að flýta fyrir endurheimt yfir nóttina. Frá Compression.is

 

Og síðast en alls ekki síst…. Heilsubók Röggu Nagla. Sem fór beint á topp metsölulistans þegar hún kom út. Þetta er ekki bók fyrir fólk í leit að skyndilausnum. Þetta er bók fyrir þá sem vilja heilbrigt samband við sjálfsmynd, mataræði og hreyfingu. Þetta er bók fyrir þá sem hafa byrjað margoft að tölta heilsubrautina en tekið breytingarnar frá vitlausum enda og breytt hegðun í stað þess að fara í hugsanirnar sem stjórna hegðun. Fæst í öllum helstu bókaverslunum.

 

Heilsubók Röggu Nagla-mynd