Rabarbara-Ragga

Þar sem öll hólf og gólf í eldhúsi Naglans voru stútfyllt af ávextinum sem er stundum grænmeti, rabarbara, eftir sjoppingtúrinn yfir grensuna var ekki annað í stöðunni en að henda í einn grautarunað: Vanillugraut með bökuðum rabarbara….haaaalelúja, halelúja, haleeeeelúja.

IMG_2354

Þetta unaðslega kombó hefur ekki vætt varirnar síðan á haustmánuðum og ennþá nóg af rabarbarauppskeru sumarsins í frystinum og bragðlaukarnir liggja ennþá í kóma eftir þessa sprengju í munnholinu.

Vanillugrautur með bökuðum rabarbara

1 skammtur

Grautur:

haframjöl

1-2 mæliskeiðar HUSK

klípa salt

1-2 tsk chia fræ

1/2 tsk vanilluduft

Stevia vanilla créme dropar (Nóatún/Blómaval)

Bakaður rabarbari:

6 – 8 stilkar rabbarbari

1 msk Sukrin/Stevia

1 tsk vanilluduft

1. Hita ofn í 200°C

2. Skera rabarbara í 1 cm bita og setja í eldfast mót

Rabbarbari í eldföstu móti

Rabbarbari í eldföstu móti

3. Strá sukrin og vanilludufti yfir og blanda vel saman

4. Baka í 15-20 mín eða þar til rabarbarinn er mjúkur

Rabbarbari

5. Allt hráefni í graut sett í pott með vatni (magn eftir þykktarsmekk) og kokka upp á gamla móðinn

6. Gumsa rabarbara út í þegar grautur er tilbúinn til átu og hræra varlega saman svo bitarnir haldist heilir en maukist ekki í spað. Það er svo mikið fútt að fá heila bita undir tönn.

IMG_2358

 Dónalegur Daníel með kanil og Walden Farms pönnuköku sírópi drissluðu (skemmtilegt orð) yfir unaðinn.

Þetta át springur af fortíðarþrá þar sem dísykraður litarefnasósaður rabarbaragrautur skipaði stóran sess í mataræði Naglans á sokkabuxnaárunum.