Sjoppað í Sverige

Danskurinn er með prik í sósjalískum rassinum þegar kemur að innflutningi matvæla og fæðubótarefna og ekki margt sem sleppur í gegnum hið níðþrönga nálarauga regluverksins.  En nágrannar þeirra hinum megin við Eyrarsundið eru heldur betur meira “ligeglad” um hvað rennur ofan í kokið á þegnum landsins. Þar má fá allskonar hollustu fyrir aumingja í hinum RISASTÓRU matvöruverslunum og því eru sjoppingferðir yfir pollinn tíðar. Naglinn er eins og belja að vori þar innandyra með útþanin sjáöldur af æsingi æðandi  löðursveitt frá einni hillu til annarrar.
Í slíkum hamagangi ratar allskyns rugl ofan í körfuna en eftir því sem sjoppuferðunum fjölgar og betri kortlagning innviðanna, verður verslunarhegðunin mun strategískari og skynsamari.

Sjopping Sverige

Sojasprauturjómi –  Naglinn er með blæti fyrir sprauturjóma og mjólkuróþol svo þetta er vinur í raun
Cherry og Vanillu Cola Zero – “guilty pleasure”- svolítið áunninn smekkur og eiginlega bara gott fyrstu tvo-þrjá sopana
Shirataki núðlur – kaloríufríar núðlur
Sykurlausar sultur – stikkilsberja (guðdómur) og hindberja
Low Carb súkkulaði – snilldin Einar
Low Carb brauð – snilldin Tveinar
Bragðdropar- Saffran (nýjung og Naglinn veit ekkert í hvað þeir eru sniðugir en varð bara að tékka) og Bittermandel (unaður í pönnsur og graut)
Rabbarbari (frosinn og ferskur) og fersk kirsuber- Svíarnir fá svo mörg prik í kladdann fyrir að selja slíkt um hávetur
Tómatsósa sætuð með Stevia 
Frosin aðalbláber – ekki agnarsmá horuð maukber eins og oft er raunin í frosnu pakkningunum
Eggjahvítur  í brúsa – í København þarf Naglinn að ferðast yfir hálfan bæinn til að sjoppa 5 kg hvítubrúsann sinn en í Sveden lúra þær bara í súpermarkaðnum
Tyrkisk peber flødeboller – maður verður að prófa svoleiðis rugl
Fiskiolía
Jórturleður: Danskurinn selur ekki Wrigley’s enda ammerískt ekki hátt skrifað 
5 % brauðostur

2 thoughts on “Sjoppað í Sverige

  1. Pingback: Horuð klessukaka | ragganagli

  2. Pingback: Utan þjónustusvæðis | ragganagli

Comments are closed