Heimsyfirráð eða dauði

Freistingar lúra á hverju strái fyrir ræktarmelnum bíðandi færis að skúbba honum af beinu brautinni ofan í sykurhúðaðan forarpyttinn. Enn er við lýði sá siður á öld Smartfóna og Æpada að kollegar sem bregða fæti útfyrir landsteinana koma drekkhlaðnir sælgæti úr DjútíFríinu.. “þetta er svo billegt maður”.
Smákökur, konfekt, “brjóssykar” í skálum á hverju strái á skrifstofum, fundarsölum og mötuneytum og alls staðar er boðið upp á bakaríis gúmmulaðe “með kaffinu”.
En þú ert í átaki… það skal komast í kjólinn, sjá tólin fyrir jólin og allt það….
“Ekki borða eina einustu smáköku, ekki eitt emmogemms, ekki einn konfektmola, bara epli og þurrt hrökkbrauð meðan hinir gúffa í sig gúmmulaðinu”.

Með járnaga sem Göbbels hefði verið stoltur af ætlar þú að fara í gegnum þitt þriggja mánaða átak án þess að hrasa af brautinni.

Það er ekkert grátt svæði.. engin málamiðlun…. Heimsyfirráð eða dauði!!!

Það hafa jú verið skilaboðin í gegnum tíðina – til að ná árangri þarf að fara í skammtíma aðgerðir þar sem ekkert er leyfilegt nema þurrmeti, afneitanir og svekkt sál.
Í slíkri orrahríð sykurpúkans við stóra “NEI-ið” í hausnum er garanterað að einhver gefur upp öndina, og oftar en ekki er það viljastyrkurinn sem er veginn. Upp í túlann fer smákakan og eins og allir vita eru sætindi aldrei ein á ferð og sjö vinkonur hennar fylgja í kjölfarið.

“Ég er nú meiri landeyðan…aumingi með hortaum úr nös, og nú get ég alveg eins sturtað úr Maltesers pokanum ofan í kokið, það er hvort eð er allt ónýtt.

“Ég hef skemmt daginn með þessum fimm selebreisjons molum, nú dýfi ég mér til sunds í smákökuboxinu og sturta mataræðinu ofan í Gustavsbergið”.

Svo er sukkað allan daginn með herra “Fokkitt” sem er mættur á svæðið í glansjakkafötum og tvistar til að gleyma.

“Allt eða ekkert er svarið mitt”… söng Sigga Beinteins á tíunda áratug síðustu aldar. Og þetta er því miður oft heimssýnin hjá mörgum á heilsubrautinni – annað hvort er mataræðið 100% óbrigðult eða ég sleppi þessu veseni algjörlega og smyr mig í majónesu að innan og utan.

Það sem byrjaði sem saklausar 500 aukalegar hitaeiningar hafa breyst í 5000 kaloríu svínarí því svarthvíti hugsunarhátturinn frekjaðist fram í núðlunni og fékk sínu framgengt.
Svarthvíta hetjan á ekki heima í lífsstílsbransanum – hún er afkvæmi Kölska rakleitt úr undirheimum megrunarhugtaksins.

Megrunarbransinn hefur líka kennt okkur að fyllast sektarkennd á stærð við steppur Síberíu þegar við leyfum púkanum að stjórna handahreyfingum frá M&M poka að munni.
Því hefst niðurrifsstarfssemi í sellunum á eigin aumingjagangi og agaskorti, og þessar ljótu hugsanir leiða af sér enn frekara sukkpartý til að fylla upp í holrúm sjálfsins og bæta upp fyrir vanlíðanina.

Hvað segirðu við vinkonu þína sem kjamsar á örfáum smákökum með kaffinu?

“Nú er allt ónýtt Sigga mín, af hverju parkerarðu ekki rassinum inni í ísskáp og tætir í þig sjö milljón kaloríur í viðbót… þú ert hvort sem er aumingi sem getur ekki staðist neinar freistingar.”

Nei er það líklegt að þú myndir gubba svona niðurrifi og brjótandi munnsöfnuði. Af hverju er það þá leyfilegt við sjálfa(n) þig?

Þú þarft ekki að vera fullkomin(n) frekar en aðrir sem byggja þessa jarðarkúlu.
Ef heimsyfirráð í fullkomnu mataræði er markmiðið ertu að byggja upp spilaborg af væntingum.
Smá mótvindur og allt er hrunið.
Spaðaásinn liggur vöðlaður úti í horni því þú ert haldinn(n) þessum skaðlega kvilla að vera mannleg(ur).
Þeir sem stefna að fullkomnun í mataræði og hreyfingu eru að feta öruggum skrefum eftir rauðum dregli í átt að uppgjöf.

Nokkur nömm er smotteríis næringar prump sem breytir núll máli í stóra samhenginu hjá heilsumelum.  Og oftar en ekki er betra að stinga upp í sig einni til tveimur lufsum sem þú hefur mænt girndaraugum á til að koma í veg fyrir að sárþjáða sál því þá er voðinn vís. Því ef þú snýrð nokkrum smákökum upp í allsherjar vambarkýlingu ertu að höggva stórt skarð í árangurinn.

Örfá kex á kantinum eiga ekki að draga þig niður í sykurhúðað sukksvaðið en þú átt heldur ekki að forðast þær eins og salmonellu.

Gúmmulaði og gómsæti alls staðar er náttúrulögmál sem við eigum að njóta….í hófi… ekki á hverjum degi en við verðum að fá að taka þátt í húllumhæinu með reglulegu millibili.
Ef við erum nokkuð meðvituð um hollari kosti 90-95% af tímanum fléttast sætindin skemmtilega inn í planið og úr verður gleðileg tilvera í staðinn fyrir sorg og sút úti í horni með gulrót og sykurpúkinn ólmast að komast út til að vinna hryðjuverk.

Það spikast enginn eins og aligæs á leið til slátrunar með að taka þátt í gleðinni af og til.
Ef þú átt hvort eð er allt lífið framundan í lífsstílnum áttu inni til að bæta upp fyrir smá slakan taum hér og þar.
Það er nauðsynlegur “partur af prógrammet fru Stella”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s