Sjoppað í Sverige. Vol. 2

Budda Naglans – 0 Sænskur súpermarkaður – 1 Naglinn missir yfirleitt kontrólið og kúlið í sænskum stórmörkuðum því vöruúrvalið er miklu meira en hjá Baunanum og vöruhúsin eru á ammerískan mælikvarða. Svo pyngjan missti nokkur núll í kassann hjá sumarstarfsmanni ICA maxi. Einhver þarf að snúa hjólum efnahagslífsins í Svíþjóð er það ekki.   Allskonar fyrir átvögl rataði í körfuna í þessari atrennu.

Kvark, tómatsósa, kjúklingalifur, appelsínutyggjó, aspartamedrasl, möndlu/kókosmjólk, bragðdropar, sinnep, horaður ostur, kryddgleði, balsamedik, prótínís og ég veit ekki hvað og hvað…..
IMG_9633   IMG_9648  Ný týpa af möndlumjólk sem blandar möndlu og kókoshnetu saman í dásemdardrykk. Þykkur í áferð eins og möndlumjólkin en sætan og bragðið af kókos…. öööönaður segi ég og skrifa.  

 

IMG_9628

Oogies krydd. Allskonar gleði í allskonar át. Útá grænmó, maískólf, poppkorn, sætar kartöflur… endalaus gleði.

 

IMG_9645

Þrjár týpur af prótínís. Súkkulaði, karamellu og kaffi. Low Carb og Lohilo eru hvoru tveggja sænsk vörumerki og því urmuls úrval af þessum dásemdum í súpermörkuðunum.

IMG_9641 IMG_9640  Naglinn hefur beðið lengi eftir að tékka á þessum svensku nýjungum. Kvark með allskonar bragði. Kókos, súkkulaðihnetu, hindberja, vanillu. Kvark er svipuð mjólkurafurð og skyr og mikið snætt í Skandinavíu, sem og fleiri Evrópulöndum eins og Frakklandi þar sem það kallast Fromage Frais.

 

IMG_9651IMG_9649IMG_9638

Allskonar fljótandi aspartame kemíkal óbjóður rataði líka í körfuna. Maður getur ekki verið algjör púritani í lífinu eins og Naglinn hefur hamrað á hér.

IMG_9654

Fíkjubalsamedik. Marínering fyrir kjöt. Himnaríkisdressing á salat. Draumur útá frosin örruð jarðarber og útá graut.Blanda með lakkríssírópi eða sinnepi eða hvítlauk eða lime/sítrónu…. .Endalausir möguleikar fyrir gleðilegt át.

 

IMG_9652

Grindhoraður 3% Philadelphia. Þessi er dásemd útá beygluna og brauðsneiðarnar sem er slátrað eftir æfingu, og lykilatriði í nýrri varíasjón Naglans af horaðri ostaköku.

 

IMG_9653     IMG_9720

Þegar kemur að bragðdropum siglir sjálfsstjórn Naglans langt útí hafsauga og nauðsyn þess að eignast nýja varíasjón fyllir allar réttlætingar og sjálfsblekkingar. Nýir Stevia dropar frá Nutri Nick sem er sænskt merki, sem og nýir lakkrísdropar frá gamla trygg Dr. Oetker. Bittermandel droparnir eru algjört uppáhalds því aðeins sterkari og bragðmeiri og hefðbundnir möndludropar. Naglinn notar þá mikið í rísalamand búðing.

 

IMG_9680

Frostþurrkuð jarðarber. Kreisíness sáldrað út á flöff, graut, sjeik, múffur… name it… þessar dúllur eiga alltaf við.

 

IMG_9715

Heinz tómatsósa með 50% minni sykri en þessi hefðbundna. Notað mikið í horaða kokteilsósu og horað chili mæjó en uppskriftina að því er að finna í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér.

 

IMG_9716 Uppáhaldssinnepið er tvímælalaust French’s. Það má blanda með allskonar til að búa til nýjar varíasjónir. Með NOW Stevia dufti gerir að horuðu hunangssinnepi. Lakkrísduft. Chili. Sykurlausu sírópi. Hvítlauk. Whateva.

 

IMG_9718

Nú er ísskápurinn troðinn af gúmmulaði sem bíður í ofvæni að rata ofan í ginið og fylla óendanlegt magahol Naglans. Það ískrar í átvaglinu af fyrirátsspennu.