“Mataræðið ekkert sultarfæði” – ánægðir fjarþjálfunarkúnnar

“Mér finnst ég miklu stæltari og flottari!  Sterkari og með bætta líkamsstöðu. Æfingar finnst mér ganga vel.  Bæði ánægð með þig og prógrammið.”

“Það gengur mjög vel að gera æfingarnar og ég er ánægð með þær. Í síðustu viku mátaði ég kjól sem ég hafði óvart keypt í of lítilli stærð. Það var hægt að renna honum auðveldlega upp sem var ekki séns áður en ég byrjaði. Eiginlega er ég mjög hissa, því mér finnst ég ekki beint hafa verið að “gera neitt” og þetta ekki hafa verið mjög erfitt. Vei þú!”

 

Þægindasápukúlan

 

“Ég er mjög ánægð með árangurinn á þessum 4 vikum.  Buin að léttast um tvö kílo og finnst ég vera mikið stæltari en ég var.  Náð að auka þyngdirnar í lyftingunum jafnt og þétt. Er mjög ánægð með árangurinn og get algjörlega mælt með Röggu Nagla.  Virkaði fullkomlega vel fyrir mig.  Skemmtilegar æfingar og mataræðið ekkert sultarfæði.  Ég er sátt:)”

 

“Mataræðið heldur áfram að vera frábært. Búin að vera prófa mig áfram á kvöldin að útbúa eitthvað gómsætt. Ég hugsa alltaf: þetta er næstum því of gott til þess að vera satt. Æðislegt!”

Laus pláss í fjarþjálfun Röggu Nagla í desember. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á: ragganagli79@gmail.com

Upplýsingar um verð og fyrirkomulag