Jæja nú eru eflaust margir búnir að prófa túnfisksalat Naglans og jafnvel komnir með leið á því. Þess vegna ákvað Naglinn að birta nýja útgáfu af því með sinnepsdresingu og kapers. Fjölbreytni er jú krydd lífsins
.
Uppskriftin að sinnepsdressingunni er frekar stór og því upplagt að geyma restina og nota út á salat eða til að búa til meira túnfisksalat seinna.
Sinnepsdressing
Hráefni:
4 matskeiðar Dijon sinnep
1/2 bolli sítrónusafi
1/2 bolli ólífuolía
Dill (ferskt, ekki í kryddstauk)
Svartur pipar
Aðferð:
Sinnepi, sítrónusafa og svörtum pipar hrært saman í blandara eða matvinnsluvél.
Olíu hellt rólega út í þar til hefur blandast við.
Dilli bætt við í lokin og hrært í örstutta stund.
Túnfisksalat
Hráefni:
1 dós túnfiskur í vatni
Sítrónubörkur
Rauðlaukur
Sellerístilkar
1 msk kapers
Aðferð:
Sigta vatnið frá túnfisknum
Saxa rauðlauk og sellerí smátt
Rífa sítrónubörk smátt á rifjárni
Sigta vatnið frá kapers
Blanda öllu saman í skál og hræra 1/4-1/2 bolla af sinnepsdressingu saman við. Best ef geymt í ísskáp í nokkra klukkutíma.
Voilá…. holl, prótínrík og bragðgóð máltíð!