Ekkert tyggja má

Marsípanhúsin standa auð og enginn strollar um súkkulaðigöturnar.

Það er ekki bara gestir Sælgætislands sem ekki mega bryðja kandís og sykursnúða.
Ef marka má miðlana þarf sótsvartur almúginn að vara sig á mýmörgum matvælum því krabbameinið og fitan lúra handan við hornið snerti þau vélindað.
Nú er illt í efni, ekkert tyggja má, ekki einu sinni jórturleður.
Vörpum ljósi á vandann.Kolvetni eru sökudólgurinn í offitufaraldri heimsins. Ekki borða þau því þá verðurðu feit(ur).

Alls ekki hveiti því þú ert örugglega með glútein óþol.

Og klárlega ekki ávöxt því hann inniheldur frúktósa og það er djöfullinn.

Enda þá sleppurðu við að borða úðuðu eplin sem drepa þig.

Og ekki kartöflur. Kartöfluakrar eru morandi í skordýraeitri.

Þú getur borðað grænmeti. En bara lífrænt því eiturefnin herma eftir estrogeni og gera þig feita(n).

Þú getur borðað allt prótín undir sólinni án þess að fitna.

En samt ekki úr mjólkurvörum því beljur hafa hormóna… og þeir gera þig feita(n).

Og alls ekki eldislax því hann er mengaður og bólusettur. Eyddu lífeyrissparnaðinum í villtan lax.

Já og kjötið þarf að vera lífrænt og nautið ekki fóðrað á neinu nema grasi slegnu með orfi og ljá. Annars deyrðu úr krabbameini eftir helgi.
Þú mátt drekka vökva, en ekki sykurlaust gos því það inniheldur hið bráðdrepandi aspartame sem gerir þig líka feita(n). Og alls ekki snerta aspartamehúðað jórturleður, þá kemur feigðin með hraðpósti.
Svo þú mátt eiginlega bara fá vatn að drekka, en alls ekki úr plastflösku því plastið tekur á sig estrógenmynd og rústar innkirtlunum á einni nóttu og þú verður feit(ur).
En ekki hafa áhyggjur því ef þú fylgir mataræði fyrir þinn háralit, bætir við nógu miklu af spelti, agave, maca, goji berjum, chia fræjum, kókosolíu, spínatboosti, acidophilus og fastar á þriggja vikna fresti til að hreinsa ristilinn þá verðurðu mjó(r) og frestar dauðanum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s