Stórhættulegar kartöflur

Naglinn heyrir í gegnum vínviðinn að ennþá eru við lýði stefnur og straumar sem brýna fyrir mannskapnum að láta ekki flókin kolvetni inn fyrir sínar varir sé takmarkið að bræða mör.

Af því að offituvandi heimsins stafar af of miklu kartöfluáti??? Eða haframjöli? Kommonn!!!
Voru kartöflusmjattandi Írar á fyrri hluta síðustu aldar að berjast við aukakíló?
Hvað með hrísgrjónahámandi Japani, eru þeir með of mikinn farangur í skottinu?

Ekki láta neinn ljúga að þér að kartöflur, hrísgrjón og haframjöl séu afkvæmi Satans og beri að forðast í lengstu lög.
Af hverju er þá verið að troða öfgakenndum lág-kolvetna kúrum ofan í kokið á liðinu?
Jú vegna þess að þeir virka svo hratt til að byrja með og ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því þá er helsta einkenni mannskepnunnar óþolinmæði.
Þessi löstur nær svo ólympískum hæðum þegar kemur að líkamlegum breytingum. Vika af dugnaði í mataræði og hamagangi á að duga til að sjá tölulegar breytingar og slíka niðurstöðu færðu með því að forðast hin “stórhættulegu” kolvetni.
Einnig virka þeir til að halda hungrinu í skefjum meira en kolvetnakúrar því fituhlutfall er hærra og hún mettar mallakút meira en kolvetnin blessuð.

Low-carb diet

 

En þegar öllu er hvolft á botninn á öskutunnunni eru langtímaáhrifin af því að smjatta á dásamlegum kolvetnum og að forðast þau eins og heitan eldinn nákvæmlega þau sömu.
Áströlsk rannsókn bar saman þyngdartap hjá há-kolvetna kúr annars vegar og lág-kolvetna kúr hinsvegar, sem báðir innihéldu sama hitaeiningafjölda.
Niðurstöðurnar sýndu að eftir 12 mánuði var þyngdartap nákvæmlega það sama í báðum kúrum.

American Journal of Clinical Nutrition, (2009). 90: pp: 23-32

Þarna liggur hundurinn nefnilega grafinn í kúnni.
Það eru of margar hitaeiningar sem smyrja lýsi utan á maskínuna, og þær geta komið úr öllum næringarefnum, ekki bara kolvetnum heldur prótini, og fitu og já alkóhóli líka.

Ef við pössum skammtana og hugsum um orkuna sem fer inn á móti þeirri sem fer út erum við á grænni grein og getum skóflað í okkur dásamlegri fæðu eins og kartöflum, hrísgrjónum, byggi, cous cous, sætum kartöflum, haframjöli, grófu brauði, ávöxtum sem veita langvarandi orku og hjálpa til við vöðvabyggingu.
Vessgú njótið nú þessara “stórhættulegu” kolvetna, því það er mun vænlegra til lífsstílsbreytinga að þurfa ekki að sniðganga heilu næringarefnin eins og pláguna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s