Low-carb rækjunúðlur

IMG_2052

 

Fyrst það er nú loksins kominn nýr borði hér að ofan sem skartar rækjum er ekki úr vegi að birta uppskrift að rækjurétti en þessar litlu bleiku snúllur eru í miklu uppáhaldi hjá Naglanum.

Allir og amma þeirra í fitness heiminum hér ytra hafa verið að dásama þörunganúðlur (e. kelp noodles) í hástert bæði í rituðu og töluðu máli.

Núðlurnar eru búnar til úr brúnum þara (seaweed) og í 100 grömmum eru heilar FIMM kaloríur og 1 gramm af kolvetnum enda markaðssettar sem lágkaloríu, lágkolvetna afurð og fínn valkostur fyrir fólk sem er að tálga af sér smjör, passa glúteininntöku eða vilja keyra upp joð og járn.

kelp-noodles

Þari inniheldur slatta af B-vítamíni en hann er sérstaklega steinefnaríkur og inniheldur m.a. joð, kalíum, magnesíum, kalk og járn. Joð er mjög mikilvægt fyrir heilbrigða starfsemi skjaldkirtils og getur skortur á joði valdið því að kirtillinn verði vanvirkur. Í þara eru einnig góð efni fyrir heilavefinn, himnur sem umlykja heilann, skyntaugar og mænuna. Eins styrkir hann neglur og æðar.

Með allt þetta heilsuinfó var einn slíkur skjatti var pantaður af hinum elskulega vef iHerb og viti menn, þvílík dásemdar uppgötvun. Þetta er hið nýja svart…jeraðsegjykkurða.  En ekki síðri gleði hríslaðist um skinnið þegar Naglinn rakst á poka af þessari gleði í hillum Bónuss í Holtagörðum í síðustu Íslandsdvöl, þar lágu þær í makindum innan um stöffið frá Sollu grænu.

Kelp-1

Low-carb rækjunúðlur

1 skammtur

130g rækjur (frosnar eða ferskar)

laukur skorinn smátt

paprika skorin smátt

sveppir sneiddir

hvítlauksrif marið

soðið brokkolí

Hálfur poki þaranúðlur (Kelp noodles

Kikkoman Teriyaki eða sojasósa

* magn af grænmeti og fer eftir smag og behag

1. Skola núðlur vel í köldu vatni

2. Steikja lauk, sveppi, papriku og hvítlauk á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur- best að nota Wok pönnu ef slíkt fyrirfinnst í skápunum

Laukur, paprika, sveppir á pönnu

Laukur, paprika, sveppir á pönnu

3. Bæta rækjum, núðlum, brokkolí á pönnuna og drissla c.a 1-2 msk Teriayki/soja yfir

IMG_2182

Bragðlaukarnir fara í handahlaup þegar slurkað heimsins auðveldustu satay sósu yfir.

Voilá…eldsnögg, gómsæt, kaloríusnauð máltíð, ekki veitir af kortér í mestu áthátíð ársins.

2 thoughts on “Low-carb rækjunúðlur

  1. Pingback: Sjoppað í Sverige | ragganagli

  2. Pingback: Nestisblæti | ragganagli

Comments are closed