Hugur – Hegðun – Heilsa.
Hugur stjórnar hegðun og hegðun stjórnar heilsu.
Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að fá heilsufyrirlestur um að nærast í núvitund (Mindful eating) frá Ragnhildi Þórðardóttur, heilsusálfræðingi?

Heilbrigð mörk – lærum að setja og virða mörk
Í þessum fyrirlestri er fjallað um hvað eru mörk, hvers vegna við þurfum mörk og hvernig setjum við heilbrigð mörk á hinum ýmsu sviðum lífsins. Í nánum samböndum, í vinnunni, við fjölskylduna, við vinina og að setja okkur sjálfum mörk.
Kortér í kulnun – verkfæri til að tækla streitu.
Þessi fyrirlestur fer í gegnum streitu frá A til Ö og hvaða verkfæri nýtast best til að koma í veg fyrir og tækla streitu.
Hinn mikli máttur vanans. Festu heilsuhegðun í sessi.
Í þessum fyrirlestri er fjallað um heilsuvenjur útfrá vanafræðunum og hvernig við getum fest þær í sessi í eitt skipti fyrir öll.
Hafðu samband ragganagli79@gmail.com til að bóka fyrirlestur fyrir hópa, félagasamtök eða fyrirtæki.