Hugur – Hegðun- Heilsa
Hugur stjórnar hegðun og hegðun stjórnar heilsu.
Fjarþjálfun Röggu Nagla er frábrugðin hefðbundinni þjálfun þar sem hún er blönduð við sálfræði. Til þess að festa nýjar heilsuvenjur í sessi þarf að byrja á hugarfarinu sem stjórnar hegðuninni.
Í fjarþjálfun er tæknin nýtt til hins ítrasta þar sem öll samskipti fara fram í gegnum veraldarvefinn.
Þetta fyrirkomulag veitir alveg jafn mikið aðhald og venjuleg einkaþjálfun en er margfalt ódýrari kostur.
Þjálfunin er einstaklingsmiðuð. Þú færð sérsniðið matarplan og æfingaplan byggt á þínum markmiðum, matarvenjum og þjálfunarsögu. Skýringar, myndir og myndbönd af æfingum fylgja hverju plani.
Það má síðan æfa í hvaða líkamsræktarstöð sem er.
Mikil áhersla er á persónulegt og reglulegt samband við viðskiptavininn og með slíkri eftirfylgni og aðhaldi er árangur hámarkaður.
Til viðbótar við þessa hefðbundnu fjarþjálfun færðu einnig hugræn verkfæri sálfræðinnar til að öðlast heilbrigt samband við mataræði.
Meðferðin er í formi heimaverkefna sem byggjast á hugrænni atferlismeðferð þar sem hugmyndafræði er að hugsanir hafa áhrif á hegðun og tilfinningar. Þess vegna beinast verkefnin bæði að hug og hegðun.
Þú lærir að tækla erfiðar aðstæður varðandi mat: hópþrýsting, félagslega viðburði, neikvæðar tilfinningar, laumuát, ofát, streitu.
Þú lærir nýja hegðun í kringum daglegar máltíðir og hvernig þú festir nýtt hegðunarmynstur í sessi til langframa.
Þú lærir að svara þínum neikvæðu hugsunum: “Nú er allt ónýtt eftir þessa kökusneið. Get allt eins haldið áfram að sukka og byrja aftur á morgun.”
Þú lærir sjálfshvatningu til að tækla neikvæðar tilfinningar af að vera hlunnfarin og styrkja þannig sjálfstraustið í verkefninu.
Með slíkum hugrænum verkfærum er mun líklegra að breyttur lífsstíll verði til langframa að þessu sinni.
Líkt og þjálfunarhlutinn er sálfræðimeðferðin einstaklingsmiðuð útfrá hvar vandinn liggur varðandi mataræðið, hvatningu, og hindranir.
Áður en þú byrjar þarftu að fylla út grunnupplýsingar um þig: þjálfunarsögu, markmið og mataræði. Þú sendir mér einnig reglulega myndir af þér á bikiní/stuttbuxum, þannig getum við betur fylgst með árangrinum.
Hafirðu spurningar um fæðubótarefni, vítamín eða annað svara ég þeim, og við förum yfir hvað hentar þér og þínum markmiðum.
Þú færð aðgang að sameiginlegu skjali í Google þar sem þú fyllir út matardagbók daglega sem er yfirfarin reglulega með athugasemdum.
Til að fylgjast með árangri í æfingum heldur þú jafnframt æfingadagbók í skjalinu sem farið er yfir vikulega.
Á 2ja vikna fresti vigtarðu þig og tekur ummálsmælingar. Samhliða mælingum fyllirðu út hvernig þér finnist ganga á planinu, hvort árangur sé að skila sér, hvernig mataræðið gangi o.s.frv.
Heimaverkefnin í sálfræðihlutanum eru fyllt út í sameiginlegu skjali sem einungis skjólstæðingur og sálfræðingur hafa aðgang að og farið er yfir reglulega og komið með athugasemdir.
Rík áhersla er lögð á persónulegt, reglulegt og gott samband í gegnum útfyllingar í matardagbók, æfingadagbók og tölvupósta sem er svarað eins fljótt og kostur er.
Full fjarþjálfun:
Verð: 39.900 kr fyrir 4 vikur.
Innifalið: sérsniðið matarplan, æfingaplan, sálfræðimeðferð, heimaverkefni, eftirfylgni, leiðsögn og fræðsla.
Matarleiðsögn eingöngu:
Verð: 29.900 kr fyrir 4 vikur.
Innifalið: sérsniðið matarplan, sálfræðimeðferð, heimaverkefni, eftirfylgni, leiðsögn og fræðsla.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst: ragganagli79@gmail.com
Pingback: Lóð á ánægjuvogina – ummæli fjarþjálfunarkúnna | ragganagli
Pingback: “Mataræðið ekkert sultarfæði” – ánægðir fjarþjálfunarkúnnar | ragganagli
Hrafnhildur
Sael Ragga
Mer finnst þu alveg frabær 🙂 takk f að leyfa mer að fylgjast með.
Eg se að það er fullt hja þer i fjarþjalfun, geturðu nokkuð mælt m e-m öðrum?
Kærar þakkir
Hrafnhildur
Pingback: Súkkó-kókos-kaffibollakaka með hnetusmjörssósu | ragganagli
Hekla
Hvenær byrjaru aftur með fjarþjálfun og mæliru með einhverjum öðrum ef það er ekki á næstunni 😀 ?
ragganagli
Er ennþá með fjarþjálfun, það er bara allt fullbókað og langur langur biðlisti eftir plássi og lokað á skráningar á hann í augnablikinu.
Sandra
Er ennþá fullt hjá þér?
ragganagli
Já allt fullbókað og lokað á biðlista því miður.
Eygló Hulda
Sæl.
Er ennþá fullt hjá þér ?
Kv Eygló
ragganagli
Já því miður.
Kolbrún
enþá fullt? 🙂
ragganagli
Já allt fullbókað því miður eins og kemur fram að ofan.
Gugga
Hæ, er ekkert að losna í fjarþjalfun?
ragganagli
Nei því miður og ekkert útlit fyrir að það gerist á næstunni.
Hildur
Sæl, er ekki einhver að hætta hjá þér í fjarþjálfun? Kv. ein sem þarf að komast að 😉 Hildur
ragganagli
Nei því miður. Er ekki að taka inn neina nýja eins og er.
Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir
Sæl Ragga..
Langaði að athuga aftur hvort eitthvað væri að losna hjá þér.
Bestu kveðjur,
Hrafnhildur
ragganagli
Nei því miður er allt fullbókað og ekki að taka inn neina nýja kúnna. Sá einmitt að þú ert sjálf að fara af stað með þjálfun með Júlla góðvini mínum.
asdispauls
Dásamlegt, var að detta inn á þessa síðu og búin að skoða fram og tilbaka – alveg að fara að skrá mig í fjarþjálfun en allt fullt – samt frábær síða og gjöful – takk fyrir hana 🙂
María
Er enn ekkert laust hjá þér mín kæra 🙂
ragganagli
Það er laust í blöndu af fjarþjálfun og fjarsálfræði. Er ekki lengur með hefðbundna fjarþjálfun.
Inga
Hæ er laust í fjarþjálfun og fjarsálfræði ?
ragganagli
Hæ já það er laust. Sendu mér póst á ragganagli79@gmail.com til að skrá þig.
Guðrún S. Ólafsdóttir
Hæ er laust í fjarþjálfun og fjarsálfræði ?
ragganagli
Sæl Guðrún. Já það er laust. Sendu mér endilega póst á ragganagli79@gmail.com til að skrá þig.
Sigrun
Hæ …er laust í matarleiðsögn hjá þér?
ragganagli
Sæl Sigrún. Sendu mér endilega póst á ragganagli79@gmail.com til að skrá þig á biðlistann.
Margrét
Hæ er laust í fjarþjálfun og/eða fjarsálfræði?
ragganagli
Nei því miður. Allt fullbókað.
Asta S.
Er eitthvað laust í þjálfun hjá þér? 😊
ragganagli
Sæl Ásta. Takk fyrir fyrirspurnina. Já það er laust hjá mér. Sendu mér endilega tölvupóst á ragganagli79@gmail.com
Anna Margrét Kristjánsdóttir
Sæl, ertu með laust?
ragganagli
Nei því miður er allt fullbókað hjá mér.
Jóhanna
Sæl .Er laust í fjarþjálfun hjá þér
Margrét
Sælar. Áttu laust pláss í fjarsálfræðinni?