Áramótaát

Kaloríureglur fyrir áramót (maður verður nú líka að geta gert grín að hollustulífinu)
NewYearsEve champagne and clock
  • Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur.
  • Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.
  • Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur.
  • Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.
  • Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur, hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
  • Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna þegar bitið er í þær.
  • Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
  • Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði, möndlur= dökkt súkkulaði).
  • Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru HITAeiningar

Gleðilegt ár heilsumelir!!