Allskonar fyrir aumingja

Það vita allir lesendur að Naglinn er  átsvín fyrir allan peninginn, og á sex gleðilegar stundir yfir daginn þegar snæðingum er raðað ofan í ginið.  En gríðarleg sorg fyllir kviðarholið yfir einhæfum og vondum mat, því túttan er með sætindaþörf á háu stigi og þarf að fá sínar daglegu hollu gúmmulaðiskombinasjónir úr búðingsáti, flöffi, kotasæluís til að sykursnúðurinn haldi sér saman yfir vikuna.

En slíkt matarklám krefst hjálpartækja hollustulífsins og þar reynist netsjoppan iHerb.com sannarlega haukur í horni. Inni á þessari síðu geta matarperrar dundað sér tímunum saman, því þar ægir öllu saman af sykurlausum bragðdropum, sírópum, sultum, sósum, sætuefnum, Stevia dufti, kryddum og ég veit ekki hvað og hvað og hvað.

Sjoppueigendurnir ættu að fá Nóbelsverðlaunin, því það þarf eingöngu að punga út sex dollarakvikindum, sirkabát 750 íslenskir krónuaumingjar, fyrir sendingakostnaði sé pakkinn undir 2 kílóum.  Dönsk tollayfirvöld skipta sér ekki af pakkanum ef upphæðin er undir 200 dönskum krónum (4.500 íkr).  Svo það má panta og panta og panta marga litla pakka án þess að Vísað bráðni í spað.

Nú er bara að krossa fingur og vona að Mörður nái að troða hugmyndum sínum um netverslun í gegn svo Frónverjar þurfi ekki að sarga hvítuna úr auganu þegar sjoppað er fyrir smotteríis upphæðir.

Hér er listi yfir gúmmulaðið sem Naglinn útúrfyllir eldhússkápana með og smá innsýn inní brúkunina á stöffinu.

Walden Farms vörur

Þessar vörur eru kaloríufríar, sykurlausar, glútein lausar… beisiklí allslausar.

Súkkulaði síróp: út á eggjahvítuís, eggjahvítuflöff, kotasæluís

Karamellu síróp: út á eggjahvítuís, eggjahvítuflöff, kotasæluís

Pönnukökusíróp: drisslað yfir graut, með eggjahvítupönnsum

Eplasmjör: topping á eplakökugraut,með eggjahvítupönnsum

BBQ sósa: marinering fyrir kjúlla, kalkún, naut, út í hakkgrýtu

Tómatsósa: með kartöflubátum, út í hakkgrýtu, með ommilettu

Hnetusmjör: smurt á eggjahvítupönnsur, með prótínbúðing, út á graut

Balsamdressing: á salat…. en ekki hvað?

Sweet Leaf Stevia dropar

Vanilla créme: grautargleði, í Scitec hvítt súkkulaði prótínbúðing, skyr/kvark

Apricot nectar: ferskjugrautur, kotasæluís, skyr/kvark

English Toffe: í eggjahvítuflöff, kotasæluís, grautargleði, Scitec súkk mokka prótínbúðing

Berry: grautargleði, kotasæluís, eggjahvítupönnsur, skyr/kvark

Piparmintu: Scitec prótínbúðingur, flöff, kotasæluís, skyr/kvark

Now Stevia dropar og duft

Dark chocolate – flöff, Scitec súkk mokka eða Trutein prótínbúðingur

French Vanilla duft og dropar: í graut, í hvítt súkkulaði Scitec prótínbúðing, á sæta kartöflu

Hazelnut: súkkulaðiprótínbúðingur, kaffi fyrir bóndann (Naglinn drekkur ekki kaffi)

Stevita bragðdropar 

Karamelludropar: grautur, flöff, kaffi, kotasæluís

Vatnsbragðbætir: appelsínu, jarðarberja, kirsuberja

Frontier bragðdropar

Kókoshnetu: grautur, flöff og algjör unaður í súkkulaði prótínbúðing

Kirsuberja: grautur, skyr/kvark, kotasæla

Maple: grautur, eggjahvítupönnsur (bragðast eins og French Toast *slef*)

Bob’s Red Mill (þetta merki fæst í Kosti)

Sweet brown rice: í rækju stir-fry, með teriyaki laxi, risotto

Xanthan gum: þykkingarefni í prótínbúðing, flöff, kotasæluís, eggjahvítuís

Hot cereal með eplum og kanil: alternatífa fyrir graut

Hafraklíð: drýgir grautinn svo matargöt fá meira magn… *oink oink*

Chia fræ: út í graut, brauðbollur

Kókoshveiti (glúteinlaust): í brauðbollur, bakstur, eggjahvítupönnsur

Möndlumjöl (glúteinlaust): í brauðbollur, bakstur, eggjahvítupönnsur

Lundberg

Brown rice cous cous: blandað með kanil, rúsínum og vanilludufti, unaður með teriayki laxi

Karamelluhrískökur: út á kotasæluís, út í prótínbúðing eftir járnslátrun

Kinnikinnick

Oreo kexkökur og vanillukex: mulið út í hvítt súkkulaði Scitec prótínbúðing eftir æfingu…. SAAAÆÆÆLL!

Glenny’s

Rice Krispies barir: mulið út í hvítt súkkulaði Scitec prótínbúðing eftir æfingu…. SAAAÆÆÆLL!

Artisana hnetusmjör

Kókoshnetusmjör: Need I say more??

Macadamia smjör: með prótínbúðing, smurt á eggjahvítupönnsur, brauðbollur, satay sósa

Pekanhnetusmjör: með prótínbúðing, smurt á eggjahvítupönnsur, brauðbollur

Kasjúhnetusmjör: unaður eitt og sér

Möndlusmjör: eins og marsípan, gott fólk

Bætiefni

Omega-3 fitusýrur lesa má um hér

Glútamín lesa má hér

Kreatín lesa má  hér

Beta Alanine lesa má hér

Allskonar fyrir aumingja

PB2 /PB2 súkkulaðiHnetuhveiti (peanut flour): 1-2 tsk hrært með 1-2 tsk vatn = drýgir hnetusmjör svo átsvín fá meira í svartholið… *oink oink*

Miracle noodles: kaloríufríar núðlur í stir-fry, hakkgrýtu og allskonar skemmtilegheit

Low-carb pasta

Með vel útbúið vopnabúr af gúmmulaði valhoppar Naglinn gubbandi af hamingju niður heilsubrautina, og tilhlökkun hríslast um skrokkinn fyrir næstu hollustugúrmetismáltíð.  Grátur og svekkelsi á ekki heima í þessum lífsstíl, ef ímyndunaraflið og sköpunargleðin eru fararstjórarnir.