Matreiðslunámskeið Röggu Nagla- DANMÖRK

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla hafa heldur betur slegið í gegn og nú þegar hafa hundruðir Íslendinga fengið innblástur í hollustugúmmulaðisgerð sem gerir heilsulífið að dansi á rósum. Naglinn hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir hvenær verði aftur námskeið í heimahögunum Danaveldi að skapa hollustugúrmeti í frábærri stemmningu og skemmtilegum félagsskap.
Auðvitað reynir Naglinn að verða við öllum óskum elsku fylgjenda sinna, og fagnar áhuganum á að víkka sjóndeildarhringinn í heilsugúmmulaðissgerð.

Þess vegna…….

verður haldið matreiðslunámskeið laugardaginn 6. febrúar 2016 í eldhúsi ReTreat, øresundsvej 148. Kaupmannahöfn.

A39A6160

 

Fátt er betra í baráttunni við sykurpúkann en að vera vel vopnum búinn af gleðilegum uppskriftum af allskyns gúmmulaði og þekkingu og notkunarmöguleikum á hinum ýmsu heilsuvörum, frá NOW og öðrum.
Nýtt matreiðslunámskeið í Kaupmannahöfn laugardaginn 6. febrúar 2016 kl 14-18.

 

IMG_8588

 

Námskeiðið er stutt dyggilega af hinum frábæru, hreinu og gæðavottuðu vörum NOW  á Íslandi.

NOW-logo puffed-quinoa-bars-2

 

IMG_9805

 

IMG_9804

 

Þar sem  Nettó er því miður ekki í Danaveldi koma þeir ekki að málum nema í því hráefni sem verður ferjað yfir hafið í hinum ýmsu veskum og töskum.

nettó-lógó IMG_8545   20150916_133708

Eins verður hægt að kaupa Heilsubók Röggu Nagla á staðnum og fá gripinn áritaðan. Verð 200 DKKHeilsubók Röggu Nagla-mynd

Under Armour sér síðan til þess að Naglinn sé sæmilega til fara og húsum hæf innan um lærlingana í gúrmetisgleðinni.   20150910_153205

Hvað verður gert? Við munum gera allskonar uppskriftir fyrir átvögl í hollustugúmmulaði, bæði deserta til að friðþægja sykurpúkann og mataruppskriftir fyrir söltu tunguna svo allir fái innblástur til að gera heilsulífið að dansi á rósum. Ragga Nagli verður jafnfram með fræðslu um allar vörurnar sem við notum í uppskriftirnar svo fólk geti víkkað sjóndeildarhringinn og öðlist þekkingu til að nýta stöffið heimafyrir í nýjar kombinasjónir.

 

IMG_9342

Hvar verður gleðin. Retreat øresundsvej 148. Við hliðina á Metro stöðinni og við Amager Strand.

Hvenær er mæting? Laugardaginn 6. febrúar kl 14:00 og gert ráð fyrir að slútta húllumhæinu uppúr kl. 18:00.

Hvað á ég að koma með? Svuntu til að hlífa spjörunum, nestisbox (t.d Sistema) undir afrakstur erfiðisins, óbeislaða sköpunargleði í maraþonið í eldhúsinu og gríðarlega svengd því við gæðum okkur öll saman á góðgætinu á eftir.   IMG_8606

 

Hvað kostar? Verð = 800 DKK  sem greiðist fyrirfram í gegnum PayPal til að tryggja þátttöku á námskeiðinu.

 

Buy Now Button with Credit Cards

Athugið að einungis eru 12 pláss á námskeiðið. Frumskógarlögmálið “fyrstir koma, fyrstir fá” er því í fullu gildi.

Hér og hér og hér eru myndir frá húllumhæinu af fyrri námskeiðum.

Smáa letrið: Það þarf að greiða fyrirfram til að taka þátt. Ekki verður ekki hægt að greiða á staðnum. Ekki er skráð á biðlista ef selst upp á námskeiðið. Miðaverð fæst ekki endurgreitt né er hægt að breyta um dagsetningu. Ef forföll koma upp er hægt að auglýsa miðann til sölu á viðburðinum á Facebook, eða skipta við annan þátttakanda á annarri dagsetningu..